Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 62
142
MORGUNN
fötu kastast af bekk í eldhúsi niður á gólfið. Þeir gengu á
eftir Ragnheiði fram í búr, og var hún komin rétt framhjá
bekknum, er fatan stóð á, er hún kastaðist niður, og flóði
vatnið á gólfið. Þeir segja, að hugsanlegt sé, að Ragnheiður
hafi kippt í fötuna um leið og hún fór fram hjá henni, en til
þess hefði hún þurft mikið snarræði, og ekki sáu þeir heldur
nein merki til þess. Líka sáum við Þorsteinn, við stóðum við
húsdyrnar, en Ragnheiður var í húsinu með barn á hand-
legg, að borðið, sem á stóð kaffibolli, brauðdiskur, rjóma-
kanna og sykurdiskur, var að velta um, en hún gat þó komið
nógu fljótt að því til að verja leirtauið broti. Líka sáu þeir
Stefán og Halldór, þeir vom staddir í fjósi ásamt fimm öðr-
um, að fjóspotturinn, sem fyrr er nefndur, valt á hvolf yfir
flórinn; var þá Ragnheiður þar nærstödd og hélt hún á ljósi
í annari hendi, en mjólkurfötu í hinni; ekki var potturinn
fullur, heldur aðeins nokkur sopi í honum; en hann var
skorðaður við vegginn og stoð, og er því vel stöðugur. Það
kom fyrir Þorstein, er allir höfðu gengið fram úr baðstof-
unni nema hann og þær Jóhanna og Ragnheiður og hélt
Ragnheiður á barninu og var í húsinu, en Jóhanna var við
eldavélina rétt framan við húsdyrnar — að um leið og hann
gekk fram úr baðstofunni, og hann lagði aftur hurðina, valt
skattholið um; leit hann þá inn aftur og voru þær báðar í
sama stað, en engir aðrir í baðstofu. Þeir Þorsteinn og Hall-
dór voru að skafa af sér snjó í bæjardyrum næsta morgun;
gekk þá Ragnheiður í eldhús, eða búr Aðalsteins, og ætlaði
Þorsteinn að ganga á eftir henni; heyrðu þeir þá hátt högg
í þil hinum megin við bæjardyrnar, og sýndist jafnvel sem
hristingur kæmi á það, opnuðu þeir því strax búr Jóhanns,
sem var hinum megin við þilið, og leituðu þar, og urðu einsk-
is varir, fjalir eru þar á bitum, og fóru þeir upp á þær, en
það fór sömu leið, ekkert sáu þeir eða fundu, er kastað
hefði verið.
Ég hirði ekki um að telja upp ýmislegt smávegis, sem er
svo líkt hinu, að það yrði einungis upptalning.