Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 13
MORGUNN
95
í hendur hina miklu bók Frederick William Henry
Myers um „Persónuleik mannsins og framhaldslíf
hans eftir líkamsdauðann". Og þá var hann þegar gláS-
vakandi, hóf starfiS og linnti ekki á því síSan“. (Letur-
breyting mín. E.P.B.).
Þannig staðfestir séra Kristinn það, sem Einar H. Kvar-
an hafði sagt mér í samtali okkar árið 1933, að hann hafi
fyrst kynnzt sálarrannsóknunum eða spíritismanum, ef
maður vill kalla það svo, fyrir 35 árum eða árið 1903, er
hann les bók F. W. H. Myers, enda kom hókin ekki út á prent
fyrr en áriS 1903, eða átta árum eftir að Einar H. Kvaran
kom heim frá Ameríku, þannig að fullyrðingar um að hann
hafi verið farinn að hneigjast að spíritisma á Winnipegár-
um sínum (1885—95), eru á engum rökum reistar.
Efnisskrá Morguns um 50 ár
1 tilefni þess, að Morgunn er nú 50 ára, hefur þótt brýn
nauðsyn að semja ítarlega skrá yfir efni tímaritsins frá
upphafi. Eggert P. Briem, sem um fjölda ára hefur setið í
stjórn félagsins og gegnt þar gjaldkerastörfum, hefur sýnt
félaginu þá miklu velvild og fórnfýsi að semja þessa skrá af
sinni alþekktu vandvirkni og kostgæfni. Fyrir þetta mikla
og vandasama starf vill félagið flytja honum alúðarfyllstu
þakkir.
Væntanlega kemur efnisskrá þessi út sérprentuð á næsta
ári.