Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 68
148
MORGUNN
talin stafa frá framliðnum. Þjóðtrúin telur þau ekki til
„draugagangs“, heldur fremur af völdum huldufólks eða
einhverra kynjavera, svo sem fram kemur bæði í frásögn-
unum um Núpsundrin og fyrirbærin í Hvammi að nokkru
leyti.
Þeir vísindamenn, sem mest hafa rannsakað fyrirbæri
þessarar tegundar á síðustu árum, hallast að því, að skýr-
inga þeirra muni einkum vera að leita annars vegar í ein-
hvers konar misræmi í sálarlífi manna, og þá einkum ungl-
inga á gelgjuskeiði, sem jafnframt eru gæddir dulrænum
hæfileikum, sem ekki hafa fengið eðlilega útrás, eða þá í
einhvers konar innri spennu á milli fólksins á heimilinu,
þar sem niðurbældar óskir eða þrár eru sundurleitar og
valda innri árekstrum á milli heimilisfólksins.
Þessar skýringatilgátur koma mjög vel heim við það, sem
vitað er, bæði um fyrirbærin í Hvammi í Þistilfirði og undrin
á Saurum á Skaga. Allt bendir mjög sterkt til þess, að það,
sem gerðist í Hvammi, hafi staðið í sambandi við unglings-
stúlku þar á heimilinu. Og það er ennfremur vitað síðar, að
hún var gædd mjög miklum dulrænum hæfileikum og senni-
lega miðilsgáfu í ríkum mæli. 1 sambandi við undrin á Saur-
um er vitað, að allmiklir árekstrar voru um það leyti innan
fjölskyldunnar um það, hvort fólkið skyldi flytjast burt af
jörðinni eða halda þar áfram búskap. Sýndist þar sitt hverj-
um. En þegar endanleg ákvörðun hafði verið um þetta tek-
in, sem ailir gátu eftir atvikum sætt sig við, féllu þessi fyrir-
bæri niður með öllu. Samkvæmt þeim athugunum, sem hinn
ameríski sérfræðingur í þessari tegund fyrirbæra, dr. Roll,
gerði á Saurum tvívegis, virtist allt benda til þess, að fyrir-
bærin stæðu í einhverju sambandi við hina aídurhnignu hús-
freyju á bænum. Og þegar hún veiktist og var flutt að heim-
an á sjúkrahús, bar ekki á neinum ókyrrleika á heimilinu
að sögn fólksins, á meðan hún var í burtu, en hófust á ný,
en þó mjög lítilsháttar, eftir að hún kom heim.
Um undrin á Núpi er minna vitað, enda langt síðan að
þau áttu sér stað, og heimildir ófullkomnar. En engan veg-