Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 35
M O R G U N N 117
kjallara. En hvergi fannst málverkið. Stóð á þessu leitar-
basli í rúm tvö ár.
En á meðan á þessu stóð var ég eitt sinn sem oftar á mið-
ilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni. Þar koma ætíð til mín
faðir minn og Skúli prófessor, og eru svo ,,sterkir“, að ég
get spurt og spjallað við þá góða stund. Að þessu sinni náði
ég tali af Skúla og sagði honum mínar farir ekki sléttar, alls
staðar væri verið að leita að altaristöflunni, en hvergi fynd-
ist hún.
„Jú, hún kemur“, sagði Skúli.
1 nóvember í fyrrahaust var ég enn á fundi hjá Hafsteini,
og þeir komu þar pabbi og Skúli eins og vant var. Þegar ég
náði tali af Skúla, sagði ég þegar við hann:
„Ekki kemur altaristaflan enn. Þú verður að segja mér
alveg afdráttarlaust, hvar hún er niður kornin." Skúli segir:
„Hún er í Statens Museum for Kunst og rís upp í horni í
ruslaklefa, vafin upp á skaft og snæri bundið utan um. í þess-
um klefa er ýmislegt rusl, bæði gagnlegt og ónýtt“.
Ég segi þá: „Hann svili þinn starfar þarna við listasafnið.
Veit hann ekki um þennan klefa?“
„Hann er nú farinn þaðan“, segir Skúli, en um það vissi
ég ekki.
Þá segi ég: „Það verður líklega bezt fyrir mig að skrifa
Gunnari frænda í sendiráðinu í Kaupmannahöfn".
Skömmu síðar skrifaði ég Gunnari Björnssyni sendiráðs-
ritara í Kaupmannahöfn, sagði honum alla sólarsöguna um
altaristöfluna, og hvaða fréttir ég hefði nú fengið um það
hvar hún væri niður komin. Var ég alveg sannfærður um,
að taflan myndi finnast þar, sem Skúli vísaði á hana. Þess
vegna bað ég Gunnar að ná i töfluna, koma henni í skrif-
stofu Flugfélags Islands og merkja hana Jóhannesi Snorra-
syni flugstjóra, hann myndi áreiðanlega koma henni til skila.
Aðeins nokkrum dögum eftir að Gunnar hafði fengið bréf
mitt, fæ ég svolátandi skeyti frá honum: „Taflan fundin, allt
stóð heima, meira í bréfi — Gunnar“.