Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 22
104
MORGUNN
vitleysa. Og enn ritar enskur miðill ósjálfrátt setningu, sem
sömuleiðis virðist vera vitleysa.
Það er þá fyrst, er allar þessar setningar eru þomar sam-
an, af því að miðlarnir hafa gert samning við Sálarrann-
sóknafélagið brezka um að senda því alla sína ósjálfráðu
skrift, það er þá fyrst að menn komast að raun um, að fullt
vit er í setningunum, og stundum bak við þær sérþekking á
sérstökum fræðigreinum.
Þessum skeytum er ekki ætlað að sanna það sérstaklega,
hver það sé, sem skeytið sendir. En hitt er þeim ætlað, að
sanna, að það sé sama vitsmunaveran, sem sendir þau öll
er saman eiga, og að hér geti ekki verið að tefla um nein
fjarhrif frá jarðneskum mönnum.
Enginn jarðneskur maður veit, né hefur nokkm sinni vit-
að, að hverju er verið að stefna með hvert skeytið út af fyrir
sig. Þar af leiðandi getur þetta ekki verið sótt í neinn jarð-
neskan mann, né heldur í neitt endurminningasafn eftir
jarðneskan mann.
Þessi víxlskeyti hafa líklega áorkað meim en nokkuð ann-
að í þá átt, að sannfæra leiðtogana í Sálarrannsóknafélaginu
brezka um það, að skeytin séu komin frá öðmm heimi. Einn
þeirra manna, sem hefur látið sannfærast, er Sir Oliver
Lodge.
Það var ekki auðhlaupið að því að sannfæra hann. Hann
sat með allan þann efa í sál sinni, sem efnisvísindin hafa
verið að magna um áratugi. Hann beitir öllum þeim mót-
bámm, sem geta samþýðst heilbrigðri skynsemi. Hann rann-
sakar þessi mál í 30 ár. Og hann lætur ekki sannfærast fyrr
en hann þykist hafa gengið úr skugga um, að öllum mótbár-
unum hafi fyrirbrigðin sjálf svarað að fullu.“
Þannig kemst E. H. Kvaran að orði. Og víst er um það,
að víxlskeytin urðu málefnum spíritismans ómetanleg, og
sennilega eitthvert öflugasta sönnunargagn, sem sálarrann-
sóknamenn fengu í hendumar á fyrstu áratugum starfs
þeirra.