Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 56
136
MORGUNN
hefði tapað, skuli hún finna fljótlega, og hefur þetta hvort-
tveggja rætzt, því lykillinn hefur ekki fundizt, en nálin
fannst stuttu þar á eftir.
Ragnheiður hefur sagt mér, að sig hafi oft dreymt sömu
stúlkuna, sé hún tæplega meðalkvenmaður á hæð, en mjög
grönn, fremur falleg stúlka í grænum kjól, með bláa svuntu
og gullbjart hár í tveim fléttum niður að mitti, og ætíð, þeg-
ar hún tali við sig eitthvað, snúi hún hliðinni eða vanganum
að sér, en sé aldrei beint á móti sér; hún segir, að stúlka þessi
segist heita Aðalljós. Ragnheiður mun hafa trú á, að huldu-
fólk sé til, og að þessi draumstúlka sé huldustúlka.
Við Aðalsteinn komum að Hvammi í hálf-húmi um kvöld-
ið; var kveikt ljós, er við komum í baðstofu, og hafði kona
Aðalsteins til kaffi á könnu, er hún ætlaði okkur. Ég var ný-
seztur niður, er konan ætlaði að ganga fram, og valt þá
kannan á gólfið á eftir henni. Kannan stóð á eldavél rétt
framan við húsdyr hjónanna, en ég sat á stóli rétt innan
við dyrnar. Ekki gat ég séð, að neinn kæmi við könnuna, en
hélt því þó fram, að Jóhanna (svo heitir konan), hefði kom-
ið við hana með pilsinu um leið og hún hefði gengið framhjá
henni, en hún sagði það ekki hafa verið og veit ég, að það
hefur verið sannfæring hennar. Nokkrum mínútum síðar
kastaðist diskur af borði í frambaðstofunni; diskurinn mun
hafa komið niður rúmar 3 álnir frá borðinu, og brotnað í
rúst. Um þetta kenndi ég ketti, sem var á kommóðu rétt hjá
borðinu, en samt þótti mér það furða, að diskurinn skyldi
kastast þannig, þó kisi hefði komið við hann, en ef hann
hefði dottið rétt fram af borðinu mátti máske kenna kett-
inum um það. Litlu síðar var okkur Aðalsteini færður mat-
ur að borða. Uppi yfir borðinu á súðinni var fjögra rúða
gluggi. Heyrði ég þá háan smell utan við gluggann, eða eins
og að það hefði verið kastað í hann, svo ég stóð á fætur og
þreifaði á öllum rúðunum og voru þær fastar og ósprungnar.
Allt heimafólk var í baðstofunni, og bjart um hana alla. Áð-
ur en ég stóð upp frá borðum, heyrði ég annan smell í sama
stað og hélt ég enn að glerið í glugganum hefði brotnað, en