Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 60
140
MORGUNN
hefur verið talið, eða síðar, gerir ekki til, sat ég í húsinu —
svo nefni ég alltaf þessi 2 stafngólf afþiljuðu í enda baðstof-
unnar — og hafði þá um langa stund ekkert borið við. Þær
sátu þar hjá mér Jóhanna og Ragnheiður, og ætlaði ég að
ganga út; hafði þá Ragnheiður tekið við barninu og stóð við
húsdyrnar, en Jóhanna fór á undan mér fram fyrir dymar,
og um leið og ég hafði stigið tvö fet fram fyrir dyrnar, kem-
ur loftþyngdarmælir, er hékk á nagla á stafnþilinu yfir
hjónarúminu, í gólfið við fætur mér; mun það vera um 5
álnir frá naglanum, er það hékk á. Ragnheiður stóð á sama
stað með barnið á hægri handlegg, en enginn annar var í
húsinu (ég tel ekki sjúkling, sem hafði þá breitt yfirsæng
yfir höfuð sér). Loftþyngdarmælirinn brotnaði dálítið; var
hann svo og klukkan borið upp í efri bæinn; fór ég einnig
uppeftir og stanzaði þar um tíma. Þegar ég kom aftur niður
í bæinn, voru þeir staddir þar Pétur bóndi Metúsalemsson
á Hallgilsstöðum og Árni, sem fyrr er nefndur; hafði þá Pét-
ur séð snældu, er var undir sperru hátt uppi í baðstofu, kast-
ast á gólfið; líka sá hann tvinnakefli kastað, án þess hann
gæti séð nokkurn mann í sambandi við það. — Okkur Pétri
var svo fært kaffi, og meðan við drukkum það, valt um
skattholið í frambaðstofunni; iitum við báðir jafnt fram
fyrir og var þá enginn maður þar, en inn kom Árni, hafði
hann verið í göngum miðjum, er hann heyrði skellinn. Ég
skal taka það fram, að ég hafði skorðað skattholið litlu áð-
ur, því gólfið undir því var dálítið óslétt, og það gerði ég
alltaf í hvert skipti, er það var reist við; samt var gólfið ekki
svo óslétt eða lélegt, að hægt væri að koma á það nokkru
verulegu róti, því siður að það (skattholið) ytli um, þó það
væri ekki skorðað, nema maður tæki allfast í það.
Hlóðarsteinum, sem þó eru allþungir, var nú velt fram á
gólfið, og lágu eldglæðurnar um gólfið, en ekki kom ég að
fyrr en þetta var búið; líka var kastað ýmsu: glerbrotum,
svarðköggli, skeifu o. fl., en ekki gerði þetta skaða. Brot-
inn var þó botn úr nýlegum potti; hann var í búrinu þannig
brotinn, en ekki sá ég eða heyrði, þegar það skeði.