Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 31
M O R GU N N 113
Elía spámaður, sem er í Israel, Israelskonungi þau orð, sem
þú talar í svefnherbergi þínu“.
Hér er augsýnilega um hugskynjanir á háu stigi að ræða,
og slíkum gáfum virðast spámenn Gyðinga hafa verið gædd-
ir, og það oft i svo stórkostlega ríkum mæli, að efnisvísinda-
menn seinni alda hafa talið frásagnir um þá með ýkjum og
helgisögnum: ,,Því að slíkt gerist ekki“, segja þeir.
En Krah-Zeht og margir fleiri hugskynjanamenn fyrr og
síðar sanna aftur á móti, að slíkt gerist, og hefur þá eflaust
gerzt fyrr og síðar í sögu mannkynsins.
Og okkur Islendingum ætti síður en svo að vera ókunnugt
um þetta, svo margar frásagnir eigum við um skyggna menn.
Einn hinn fræðasti þeirra var Þorleifur í Bjarnarhöfn, sem
fylgdist með skipum sínum á höfum úti, svo og fólki í öðr-
um löndum, og sagði þá fyrir hvað það væri að gera hverju
sinni. Þá mætti nefna Isfeld snikkara á Austurlandi, sem var
maður fjölvitur, fjarsýnn og forspár, og Ingunni skyggnu á
Skeggjastöðum, svo nokkur nöfn séu nefnd.
Hér á landi hafa einnig komið fram stórmerkileg atriði í
sambandi við störf þeirra miðla, sem hér hafa starfað frá
því er Indriði Indriðason kom fram á sjónarsviðið á vegum
Tilraunafélagsins svonefnda, en hann var fyrsti islenzki
maðurinn, sem miðilsþjálfun hlaut.
Kemur mér m. a. í hug aðdragandi þess, að bein þeirra
Agnesar og Friðriks voru grafin upp og hlutu legstað í vígðri
mold meira en öld eftir að þau voru tekin af lífi og dysjuð í
Vatnsdalshólum. Var það gert fyrir eindregin tilmæli „að
handan“ komin í gegnum ósjálfráða skrift, og skeikaði þar
í engu frásögn hinna framliðnu um hluti, sem enginn lifandi
maður vissi um, og er hægt að lesa frásagnir um þá atburði
í Morgni 1935 og bókinni Horfin tíð, eftir Sverri Kristjáns-
son sagnfræðing og Tómas Guðmundsson skáld, sem kom út
árið 1967.
Oft hefur einnig verið vísað á týnda hluti í gegnum miðils-
sambönd, og mun ég nú ijúka þessu erindi með því að nefna
eitt nærtækt dæmi um slikt úr mínu eigin miðilsstarfi.