Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Síða 31

Morgunn - 01.12.1969, Síða 31
M O R GU N N 113 Elía spámaður, sem er í Israel, Israelskonungi þau orð, sem þú talar í svefnherbergi þínu“. Hér er augsýnilega um hugskynjanir á háu stigi að ræða, og slíkum gáfum virðast spámenn Gyðinga hafa verið gædd- ir, og það oft i svo stórkostlega ríkum mæli, að efnisvísinda- menn seinni alda hafa talið frásagnir um þá með ýkjum og helgisögnum: ,,Því að slíkt gerist ekki“, segja þeir. En Krah-Zeht og margir fleiri hugskynjanamenn fyrr og síðar sanna aftur á móti, að slíkt gerist, og hefur þá eflaust gerzt fyrr og síðar í sögu mannkynsins. Og okkur Islendingum ætti síður en svo að vera ókunnugt um þetta, svo margar frásagnir eigum við um skyggna menn. Einn hinn fræðasti þeirra var Þorleifur í Bjarnarhöfn, sem fylgdist með skipum sínum á höfum úti, svo og fólki í öðr- um löndum, og sagði þá fyrir hvað það væri að gera hverju sinni. Þá mætti nefna Isfeld snikkara á Austurlandi, sem var maður fjölvitur, fjarsýnn og forspár, og Ingunni skyggnu á Skeggjastöðum, svo nokkur nöfn séu nefnd. Hér á landi hafa einnig komið fram stórmerkileg atriði í sambandi við störf þeirra miðla, sem hér hafa starfað frá því er Indriði Indriðason kom fram á sjónarsviðið á vegum Tilraunafélagsins svonefnda, en hann var fyrsti islenzki maðurinn, sem miðilsþjálfun hlaut. Kemur mér m. a. í hug aðdragandi þess, að bein þeirra Agnesar og Friðriks voru grafin upp og hlutu legstað í vígðri mold meira en öld eftir að þau voru tekin af lífi og dysjuð í Vatnsdalshólum. Var það gert fyrir eindregin tilmæli „að handan“ komin í gegnum ósjálfráða skrift, og skeikaði þar í engu frásögn hinna framliðnu um hluti, sem enginn lifandi maður vissi um, og er hægt að lesa frásagnir um þá atburði í Morgni 1935 og bókinni Horfin tíð, eftir Sverri Kristjáns- son sagnfræðing og Tómas Guðmundsson skáld, sem kom út árið 1967. Oft hefur einnig verið vísað á týnda hluti í gegnum miðils- sambönd, og mun ég nú ijúka þessu erindi með því að nefna eitt nærtækt dæmi um slikt úr mínu eigin miðilsstarfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.