Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 78
158 M O R G U N N
staðinn eintóma fimmeyringa hjá líki sínu. Og það gerðu
þeir.
Morguninn eftir gekk hann inn í sama matsöluhúsið, bað
um máltíð, en spurði jafnframt eftir verðinu. Það gat svo
sem verið eftir þeim, þarna hinum megin líka, að hækka allt
í verði. Nei. Allt var við það sama, og hann rétti þjóninum
fimmeyring harla glaður. En einnig þessum peningi tók
þjónninn að velta fyrir sér, og var sýnilega ekki alls kostar
ánægður með hann.
„Það eru ekki svona fimmeyringar, sem við tökum gilda
hérna megin, heldur aðeins þeir, sem gefnir hafa verið öðr-
um af góðum hug eða varið af góðleika hjartans til bless-
unar og nytja“.
Það kom heldur en ekki á gamla manninn. Hann rak gjör-
samlega í rogastanz. Hann hnyklaði brýnnar og reyndi að
hugsa og rifja upp minningar þess liðna. En hvernig sem
hann reyndi, gat hann með engu móti munað eftir því, að
hann hefði nokkurn tíma á ævinni gefið nokkrum manni 5
aura virði af góðhug og örlæti hjartans.
Ég vil svo óska ykkur öllum þess að lokum, að ykkur megi
öllum takast að afla ykkur nauðsynlegra peninga á heiðar-
legan hátt og drengilegan. En munið einnig jafnan þann
sannleika, sem í sögu skáldsins felst, að það sem mestu varð-
ar, er að verja þeim rétt, breyta þeim í þau verðmæti, sem
hafa eilíft gildi.