Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 74
154
MORGUNN
arfur frá móður eða föður, jafnvel ættarfylgja langt fram-
an úr ættum, sem reynzt hefur þér dýrmætara nokkru fé
og gert þig jafnframt hæfari til þess að sjá bæði þér og þín-
um farborða, einnig í efnalegu tilliti.
Svona var líka um Koðrán gamla á Giljá. Einnig hans fé
var fengið með harla mörgu og misjöfnu móti. Sumt af því
var arfur, sem hann hafði tekið eftir föður sinn. Og það fé
þótti Þórdísi gott.
En tókuð þið eftir því, hvað sagan sagði um það, hvernig
hann varðveitti þetta fé sitt? Hann greindi það sjálfur í
sundur og setti hvern hluta í sérstakan sjóð eftir því með
hvaða hætti hann hafði aflað þess.
Hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug að gera eitthvað
svipað um ykkar fé? Sennilega ekki. Ykkur mundi líka sýn-
ast, að það væri óþarfi að eiga þrjú eða fjögur seðlaveski,
til slíkrar sundurgreiningar. Og allur þorri manna hefur að
minnsta kosti nú ekki meiri peninga handa á milli, en þeir
geta troðið í eitt veski, og verið þó jafnvel þar rúmt um
seðlana hjá honum. Eigi að síður gæti okkur verið hollt að
hugsa um þetta og reyna að gera okkur, ekki bara einu
sinni, heldur oft, jafnvel daglega, grein fyrir því, hvernig
þeir peningar, sem við höfum handa á milli eru raunveru-
lega fengnir. Það skiptir okkur sjálf meira máli, en okkur
kann að virðast í fljótu bragði. Og það skiptir líka miklu
fyrir það þjóðfélag, sem við störfum í, því að þeir peningar,
sem okkur hafa áskotnazt umfram það, sem við höfum skap-
að jafngild verðmæti fyrir með starfi okkar og framleiðslu,
þeir eru teknir af einhverjum öðrum, sem verður fyrir það
fátækari.
Manngildi okkar sjálfra fer engan veginn eftir því, hvað
við eigum mikla peninga, heldur eftir hinu, hvernig þeir
peningar eru fengnir, hvort sem þeir eru miklir eða litlir.
Eins og nú er háttað málum er með öllu ómögulegt fyrir
ókunnugan að sjá það með augunum á hverjum einstökum
peningi, hvort við hann loðir eitthvað óhreint og andstyggi-
legt. Enginn hlutur er öllu sakleysislegri í sjón og sviplaus-