Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 54
134
MORGUNN
þar. Ekki skal hér dæmt um þessa skýringu, en síðar mun
ég segja frá þeim skýringum, sem vísindamenn nú telja
sennilegastar á fyrirbærum þessara tegunda.
Undrin í Hvammi.
Undrin að Hvammi í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu
hófust haustið 1912. Af þeim eru til ítarlegar frásagnir og
vottorð sjónarvotta, sem ekki er unnt að véfengja. Benja-
mín Sigvaldason fræðimaður hefur skráð samfellda sögu
þeirra, eftir þeim gögnum og heimildum, sem hann hafði afl-
að sér um þau, og kom hún út sérprentuð árið 1939. Hún er
síðan endurprentuð i þriðja bindi Sagnaþátta hans, er út
komu í Reykjavík 1961, á bls. 99—126.
En til er einnig samtímaheimild um þessa viðburði skráð
af Hirti Þorkelssyni, hreppstjóra að Ytra-Álandi, greindum
manni, gætnum og merkum, sem sjálfur dvaldi í Hvammi
til þess að athuga og rannsaka þessi fyrirbæri. Skrifaði
hann nákvæma skýrslu um þessi undur og birtist hún í blað-
inu Lögréttu í maí 1913 og nefnist: Kynlegir viðburSir.
Verður grein hans birt hér í heild:
„Þann 24. febrúar síðastliðinn kom sveitungi minn, Aðal-
steinn Jónasson bóndi í Hvammi til mín, og mæltist til þess
að ég færi með sér heim til sín; var ég fús til þess, enda er
ekki nema svo sem tveggja tíma ferð frá Álandi að Hvammi,
sem er austasti bær í Svalbarðshreppi og allstórt heimili,
með tuttugu manns. Þar er þríbýli, en tveir bæir, og býr Að-
alsteinn og annar bóndi, Jóhann Jónsson, í gamla bænum,
eða neðri bænum, sem nefndur er, og hafa þeir, sá fyrr-
nefndi 8, hinn 5 menn í heimili.
1 hinum bænum býr Arngrímur Jónsson. Milli bæjanna
er örstuttur spölur.
Aðalsteinn sagði mér frá, að á heimili sínu hefði ýmislegt
borið við, er hann ekki gæti skilið að væri af manna völdum,