Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 32
114
MORGUNN
Er sú frásögn skráð af Ólafi Sigurðssyni bóndi á Hellu-
landi í Skagafirði, sem kunni þar gerzt frá að segja vegna
þátttöku sinnar í atburðunum, og er frásögn hans þannig:
„Það er upphaf þessarar sögu, að á árunum 1924—25 var
reist ný kirkja að Ríp í Hegranesi. Kirkja þessi er úr steini
og átti að taka mjög fram gömlu sóknarkirkjunni. Fannst
þá konunum í sókninni nauðsynlegt að fá í hina nýju kirkju
fagra og vandaða altaristöflu, er henni hæfði, því að gamla
trétaflan var farin að láta á sjá, enda hafði hún verið mál-
uð árið 1777.
Konurnar hófust nú handa um fjáröflun. Þær efndu til
skemmtisamkomu og þær leituðu samskota. Tókst þeim á
þennan hátt að safna um 300 krónum. Peningana sendu þær
svo Ölafi lækni Gunnarssyni í Reykjavík, en hann var gamall
Hegranesbúi. Fylgdi þar bréf og báðu þær hann að fara fyrir
sig til einhvers málara og fá málaða altaristöflu, og skyldi
myndin á töflunni vera af ,,Skírninni“.
Ólafur læknir brást vel við þessari málaleitan og fór þeg-
ar til Kjarvals vinar síns, og bað hann að mála þessa mynd
að ósk kvennanna í Rípursókn. Kjarval tók þessu vel, mál-
aði altaristöfluna, og svo var hún send norður.
Vorið 1925 var nýja kirkjan að Ríp vígð. Var altaristaflan
þá komin, hafði verið sett i fagra gullna umgjörð og komið
fyrir á sínum stað í kirkjunni.
Við vígsluna voru prófastur og þrír prestar.
Að athöfninni lokinni vildu allir fá að skoða hina nýju
altaristöflu. Prestarnir fyrst. Þeir athuguðu hana gaumgæfi-
lega frá öllum hliðum, rýndu á hana í gegnum hönd sér og
kváðu svo upp dóminn:
„Guð minn góður! Þetta getur ekki gengið. Þetta er sögu-
leg fölsun. Hér sýnir málarinn Krist sem ungling, en Jóhann-
es skirara sem öldung. Biblían segir, að aldursmunur þeirra
hafi aðeins verið sex mánuðir. Það getur ekki gengið að hafa
þessa mynd í guðshúsi“.
Aumingja konurnar urðu bæði skelfdar og hryggar, þegar