Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 23
MORGUNN
105
Þegar nefna skal fræga sannanamiðla, sem vakið hafa
heimsathygli á þeirri rúmu öld, sem liðin er síðan spíritism-
inn hóf göngu sína í þeirri mynd er við nútímamenn þekkj-
um hann, er af miklu að taka og ekki unnt tímans vegna að
nefna nema örfá dæmi.
Einn þeirra, ameríski miðillinn Arthur Ford, er óefað
merkasti miðill Bandaríkjanna á síðari árum. Ævisaga hans
kom út í íslenzkri þýðingu séra Sveins Víkings árið 1961, og
nefnist hún í þýðingunni Undrið mesta.
Sú bók hefur að geyma margar merkilegar og athyglis-
verðar sannanir um framhaldslífið og langar mig til að gera
hér að umtalsefni stutta stund þá atburði, sem e. t. v. urðu
frægastir á starfsferli Mr. Fords, og gerðu það að verkum,
að nafn hans og starf vöktu heimsathygli.
Hann varð, eins og flestir starfandi miðlar fyrr og síðar,
fyrir áköfum ofsóknum og rengingum efasemdamanna, og
gekk þar fremstur í flokki einn frægasti sjónhverfingamað-
ur sinnar tíðar, Houdini að nafni.
Skömmu eftir 1920 lýsti hann yfir þeirri skoðun sinni, að
allir miðlar væru svikarar og ekkert kæmi fram í starfi
þeirra, sem hann ekki gæti leikið eftir. Trúlega hefur hann
ekki grunað þá, að hann myndi síðar verða til þess að leggja
sálarrannsóknamönnum upp í hendur einhverjar merkileg-
ustu sannanir, sem fram hafa komið um það, að fyrirbæri
þau sem gerast á miðilsfundum, stafi frá framliðnum mönn-
um. —
Ég leyfi mér að vitna í ævisögu Arthur Ford, en þar segir
svo meðal annars:
„Þegar Houdini var orðinn heimsfrægur fyrir loddara-
brögð sín, viðurkenndi hann óhikað, að allt hefðu þetta ver-
ið blekkingar, gerðar með vilja. Tók hann nú að sýna opin-
berlega þau svikabrögð er hann taldi sig hafa komizt að raun
um að miðlarnir beittu. Þó var það ekki fyrr en móðir hans
var dáin, að hann hóf þá starfsemi í verulega stórum stíl.
Var þá eins og hann fylltist ofurkappi við að ráðast á þá,
sem trúðu því, er hann gat ekki trúað, að líf væri eftir dauð-