Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 15
MORGUNN
97
I þriðja lagi: Að afla raunsanninda og þekkingar um sam-
band okkar mannanna á meðan við enn dveljumst í jarðvist-
inni við þá sem horfnir eru af þessum heimi yfir á næsta svið
mannlegrar tilveru og samband þeirra við okkur.
1 fjórða lagi: Að leitast við að afla þekkingar um það,
hversu háttað muni vera tilvist og iífi mannsins á næsta til-
verustigi og eðlisháttum þeirrar heimsvistar, sem við menn-
irnir eigum í vændum að lokinni jarðvist okkar.
Allar þessar spurningar hafa þráfaldlega leitað á manns-
hugann frá örófi alda. Mennirnir hafa sífeilt verið að brjóta
heilann um fyrirbæri og eðlisháttu anda síns og innri ver-
undar (t. d. draumlíf og hugboð).
Allt frá því upphafi að mennirnir gerðu sér grein fyrir
sjálfstæðri tilvist sinni á þessari jörð hafa þeir verið að sjá
og hlusta inn á önnur svið tilverunnar. Allir þeir menn, vís-
indamenn jafnt og aðrir, sem í hyggju sinni og áhugaefnum
eru alfarið efnisbundnir og kalla allt þetta yfirskilvitlegt og
ekki vert umhugsunar né rannsókna, eru enn ekki komnir
á það stig að gera vísindalegan greinarmun efnis og anda.
Orðið „yfirskilvitlegt“ á tungu þessara manna merkir það
allt sem skilningarvit líkama hversdagslegra manna fá ekki
numið eða greint.
Raunar sanna vísindin það æ betur með hverjum deginum
sem líður hversu mjög skilningarvitum mannslíkamans eru
takmörk sett. Eigi að síður berja efnishyggjumennirnir
höfðinu við steininn. Af þessum ástæðum er það staðreynd,
að enda þótt ráðgáta dulrænna fyrirbæra hafi verið mönn-
um hugstætt og hugarhaldið viðfangsefni í þjóðtrú og þjóð-
sögum allt frá því er þeir tóku að segja sögu og rita, á hinn
vísindalegi spíritismi á Vesturlöndum aðeins rúmt aldar-
skeið að baki.
Áður en lengra er haldið langar mig til að við leiðum hug-
ann stutta stund að dultrú íslenzku þjóðarinnar, sem gengur
sem rauður þráður í gegnum tilveru hennar frá fyrstu tím-
um íslandsbyggðar.
Fyrstu íbúar landsins, írsku einsetumennimir sem kall-