Morgunn - 01.12.1969, Blaðsíða 77
MORGUNN
157
þeim til þroska, gagns og heilla bæði honum sjálfum og
öðrum. Og svo kom að því, að hann veiktist og fann lok
þessa jarðlífs nálgast. Og þá greip hann skyndilega óttinn
við dauðann, óttinn við sína eigin fátækt, er hann yrði svipt-
ur sínum jarðneska auði, sem hann hafði varið allri ævinni
til að afla sér og vanrækt þess vegna allt annað. Og hann
kallaði sonu sína til sín og bauð þeim að raða gullpeningun-
um í kringum sig í líkkistuna, í þeirri fánýtu von, að þeir
kynnu enn að koma sér að notum. Þetta gerðu þeir, þegar
gamli maðurinn var dáinn. Og þegar hann vaknaði fyrir
handan, sá hann sér til mikils léttis, að þarna var mjög
svipað umhverfi og á jörðunni. Hann var staddur í borg
eða þorpi, þar sem fólk var við svipuð störf og hann hafði
vanizt. Þarna voru meira að segja verzlanir og matsöluhús.
Og hann gekk inn í eina matsöluna, því hann var orðinn
svangur, og bað um að selja sér málsverð. Jú, það stóð ekki
á því, og þjónninn var hinn alúðlegasti við hann. Þó þorði
karlinn ekki að treysta honum fyllilega, vildi hafa vaðið
fyrir neðan sig og spurði hvað maturinn kostaði.
„Máltíðin kostar 5 aura, herra“, svaraði þjónninn. Karl-
inn hélt auðvitað, að hann hefði mismælt sig, og ætlaði að
nota sér það og taka hann á orðinu.
,,Þú sagðir 5 aura. Það er ágætt og ég ætla að borga mat-
inn strax“, og dró skínandi fallegan gullpening upp úr vasa
sínum.
En það var eins og þjónninn hefði augun hennar Þórdísar
á Spákonufelli. Hann fór að skoða peninginn í krók og kring
og eins og honum litist ekki alls kostar á hann og segir:
„Svona pening tek ég ekki, því við getum ekki skipt hon-
um“.
Þetta þótti gamla manninum að vonum aumur verzlunar-
máti. En þessu varð ekki haggað, og hann varð að hverfa
frá, svangur og við svo búið.
Nóttina eftir birtist hann sonum sinum í draumi og bað
þá þegar í stað að taka gullpeningana úr kistunni og láta í