Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 54

Morgunn - 01.12.1969, Page 54
134 MORGUNN þar. Ekki skal hér dæmt um þessa skýringu, en síðar mun ég segja frá þeim skýringum, sem vísindamenn nú telja sennilegastar á fyrirbærum þessara tegunda. Undrin í Hvammi. Undrin að Hvammi í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu hófust haustið 1912. Af þeim eru til ítarlegar frásagnir og vottorð sjónarvotta, sem ekki er unnt að véfengja. Benja- mín Sigvaldason fræðimaður hefur skráð samfellda sögu þeirra, eftir þeim gögnum og heimildum, sem hann hafði afl- að sér um þau, og kom hún út sérprentuð árið 1939. Hún er síðan endurprentuð i þriðja bindi Sagnaþátta hans, er út komu í Reykjavík 1961, á bls. 99—126. En til er einnig samtímaheimild um þessa viðburði skráð af Hirti Þorkelssyni, hreppstjóra að Ytra-Álandi, greindum manni, gætnum og merkum, sem sjálfur dvaldi í Hvammi til þess að athuga og rannsaka þessi fyrirbæri. Skrifaði hann nákvæma skýrslu um þessi undur og birtist hún í blað- inu Lögréttu í maí 1913 og nefnist: Kynlegir viðburSir. Verður grein hans birt hér í heild: „Þann 24. febrúar síðastliðinn kom sveitungi minn, Aðal- steinn Jónasson bóndi í Hvammi til mín, og mæltist til þess að ég færi með sér heim til sín; var ég fús til þess, enda er ekki nema svo sem tveggja tíma ferð frá Álandi að Hvammi, sem er austasti bær í Svalbarðshreppi og allstórt heimili, með tuttugu manns. Þar er þríbýli, en tveir bæir, og býr Að- alsteinn og annar bóndi, Jóhann Jónsson, í gamla bænum, eða neðri bænum, sem nefndur er, og hafa þeir, sá fyrr- nefndi 8, hinn 5 menn í heimili. 1 hinum bænum býr Arngrímur Jónsson. Milli bæjanna er örstuttur spölur. Aðalsteinn sagði mér frá, að á heimili sínu hefði ýmislegt borið við, er hann ekki gæti skilið að væri af manna völdum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.