Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Side 56

Morgunn - 01.12.1969, Side 56
136 MORGUNN hefði tapað, skuli hún finna fljótlega, og hefur þetta hvort- tveggja rætzt, því lykillinn hefur ekki fundizt, en nálin fannst stuttu þar á eftir. Ragnheiður hefur sagt mér, að sig hafi oft dreymt sömu stúlkuna, sé hún tæplega meðalkvenmaður á hæð, en mjög grönn, fremur falleg stúlka í grænum kjól, með bláa svuntu og gullbjart hár í tveim fléttum niður að mitti, og ætíð, þeg- ar hún tali við sig eitthvað, snúi hún hliðinni eða vanganum að sér, en sé aldrei beint á móti sér; hún segir, að stúlka þessi segist heita Aðalljós. Ragnheiður mun hafa trú á, að huldu- fólk sé til, og að þessi draumstúlka sé huldustúlka. Við Aðalsteinn komum að Hvammi í hálf-húmi um kvöld- ið; var kveikt ljós, er við komum í baðstofu, og hafði kona Aðalsteins til kaffi á könnu, er hún ætlaði okkur. Ég var ný- seztur niður, er konan ætlaði að ganga fram, og valt þá kannan á gólfið á eftir henni. Kannan stóð á eldavél rétt framan við húsdyr hjónanna, en ég sat á stóli rétt innan við dyrnar. Ekki gat ég séð, að neinn kæmi við könnuna, en hélt því þó fram, að Jóhanna (svo heitir konan), hefði kom- ið við hana með pilsinu um leið og hún hefði gengið framhjá henni, en hún sagði það ekki hafa verið og veit ég, að það hefur verið sannfæring hennar. Nokkrum mínútum síðar kastaðist diskur af borði í frambaðstofunni; diskurinn mun hafa komið niður rúmar 3 álnir frá borðinu, og brotnað í rúst. Um þetta kenndi ég ketti, sem var á kommóðu rétt hjá borðinu, en samt þótti mér það furða, að diskurinn skyldi kastast þannig, þó kisi hefði komið við hann, en ef hann hefði dottið rétt fram af borðinu mátti máske kenna kett- inum um það. Litlu síðar var okkur Aðalsteini færður mat- ur að borða. Uppi yfir borðinu á súðinni var fjögra rúða gluggi. Heyrði ég þá háan smell utan við gluggann, eða eins og að það hefði verið kastað í hann, svo ég stóð á fætur og þreifaði á öllum rúðunum og voru þær fastar og ósprungnar. Allt heimafólk var í baðstofunni, og bjart um hana alla. Áð- ur en ég stóð upp frá borðum, heyrði ég annan smell í sama stað og hélt ég enn að glerið í glugganum hefði brotnað, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.