Morgunn


Morgunn - 01.12.1969, Page 50

Morgunn - 01.12.1969, Page 50
130 MORGUNN því á fundinum, að verið væri að troða samanvöðluðu papp- írsblaði í barm sinn. Eftir fundinn kom í ljós, að blað þetta var úr pappírsblokkinni, og að á það hafði verið teiknuð meðal annars mynd af séra Jóni Auðuns, og svo vel gerð, að vel mátti þekkja. Þessa frásögn verð ég að láta nægja varðandi þau hreyfi- fyrirbæri, sem gerast í sambandi við miðla. Benda má þó á hreyfingar „andaborðs“, sem margir munu kannast við. Verður slíkt í raun og veru að teljast til þessara fyrirbæra. 1 íslenzkum þjóðsögum úir og grúir af frásögnum um fyr- irbæri svipaðra tegunda. Og mörg dæmi bæði forn og ný af nálinni eru til um það, að smáhlutir hafa skyndilega horfið svo að segja út úr höndunum á mönnum og ekki fundizt, hversu sem leitað var, en síðan fundizt á sama stað litlu seinna, eins og hefði þeim beinlínis verið skilað aftur. Einna stórfelldust þessara fyrirbæra eru þó þau, sem á erlendum málum eru nefnd Poltergeists, og ef til vill mætti nefna fítonsanda á islenzku, og eru í því fólgin, að á heimil- um tekur skyndilega að bera á því, að hlutir taka að hreyf- ast úr stað sjálfkrafa, ýmsu er fleygt í menn eða að mönn- um, og margir hlutir skemmdir eða brotnir. Jafnvel kemur fyrir, að hlutir eru sóttir niður í vandlega læstar hirzlur. Um þessi fyrirbæri er til sægur frásagna, frá mörgum löndum, og sumar svo rækilega vottfestar, að erfitt er að rengja sanngildi þeirra, enda sumar frá allra síðustu árum. Hafa margir ágætir vísindamenn rannsakað þessi fyrirbæri og halda enn þeim rannsóknum áfram. Hafa og um þau verið ritaðar merkar bækur, og má meðal þeirra nefna rit eftir dr. A. R. G. Owen í Cambridge: Can We Explain the Poltergeists? Hér á landi hafa einnig gerzt fyrirbæri af þessu tagi. Er þar skemmst að minnast fyrirbæranna að Saurum á Skaga, sem frá var sagt í Morgni fyrir fáum árum. Af eldri frásögn- um má einkum nefna undrin að Núpi í öxarfirði laust fyrir miðja öldina, sem leið, og undrin að Hvammi í Þistilfirði árið 1913. Þykir rétt að segja hér nokkuð frá þeim atburðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.