Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 19

Morgunn - 01.12.1977, Page 19
ÁHRIF SPIRITISMANS . . . 97 virðist skeytunum ekki vera skipað í neina sérstaka rökrétta röð, eins og ef til vill hefði mátt búast við af fyrirlesara, sem ætlar að flytja erindaflokk. Ég vil taka það fram, að það sem ég vel er aðeins svipur hjá sjón af skeytunum i heild, og sá sem vill kynna sér þetta, af alvöru, ætti að fá sér bókina og lesa hana alla. Hvort sem hann fellst á kenningar hennar eða ekki, þá get ég lofað honum að hugur hans fær nóga næringu. Imperator undirritar fyrstu skeytin, um legu sviðanna þ. e. að þrjú lægstu sviðin séu næst jörðu og að andamir, sem þar búi eigi hægast með að ná sambandi við oss. Andar á hærri sviðum geta ekki skipzt á við oss skeytum nema þeir séu gæddir hæfileikum hliðstæðum og jarðneskir miðlar. Margir andar myndu fúslega vilja tala við oss, en þeir ná ekki í miðla. Hann varar og við „óvinum“ eða lygaöndum. Næstu sjö sviðin (upp á hið tiunda) nefnir hann reynslu- sviðin eða þroskasviðin, og síðan koma sjö hugleiðslusvið. Hann leggur áherzlu á, hve mikilvæg breyting verði er kom- ið er upp á hugleiðslusviðin (hugheima) og segir: „Vér frétt- um fátt handan, þótt vér vitum, að þeir blessuðu, sem þar búa, hafa vald til þess að hjálpa oss og leiðbeina oss eins og vér vökum yfir yður.“ Og einnig: „Vér vitum um guð, en vér þekkjum hann ekki, og vér kynnumst honum ekki, eins og þér mynduð vilja kynnast honum, fyrr en vér komum á hugleiðslus viðin. Svið illu andanna eru undir jörðinni. Það mætti því kalla þau neikvæð. Þau virðast vera sex eða átta að tölu. Imperator segir: „Vér vitum lítið um lægri heimana.“ En hann heldur að sérstaklega þrjóskir andar geti staðið svo fast gegn góðum áhrifum, að þeir glati að lokum einstaklingseðli sinu og tortímist. Þetta er syndin gegn heilögum anda, sem Jesús talar um við lærisveina sína, og þessi dauði sálarinnar er laun þeirrar syndar. En minnist þess að Imperator boðar þetta ekki sem vissu, og aðrir andar, sem meira vita um und- irheimana, segja oss að allar sálir frelsist að lokum. Hann staðfestir þá almennu kenningu, að enginn persónulegur djöf- ull sé til.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.