Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 28

Morgunn - 01.12.1977, Side 28
106 MORGUNN klæddum snillingi, þá væru þær rómaðar sem meistaraverk, °g grunurinn um að þær kynnu að vera sannar hefði þá ekki dregið úr gildi þeirra. Imperator fer mjög hörðum orðum um hjúskaparlög vor: „Margt illt má rekja til heimskunnar og þess, sem verra er, glæpsamlegrar lausungar og ekki siður til glæpsamlegra og enn heimskulegri hefðbundinna laga, sem ráða hjúskaparsið- um meðal ykkar . . . Þið verðið að leggja á hilluna margt, sem mennina hefur dreymt . . . Misskiljið okkur ekki. Við erum ekki málsvarar stjórnleysisins . . . Við berjumst gegn slíkum skoðunum með fyrirlitningu, jafnvel meiri en þeirri, sem við höfum á hinum svívirðilegum kaupum og sölu, hinu þjóðfélagslega þrælahaldi, sem hjá ykkur er orðið úr helg- asta og guðlegasta lögmáli lífsins.“ Hann stingur hinsvegar ekki upp á neinu hetra. Þér verðið að gera ykkur það ljóst, að samtímis því er þessi skeyti bárust, starfaði Stainton Moses sem fyrirbrigðamiðill í sínum „hring“, og stundum heimsótti hann, eða starfaði fyrir, aðra hringa, þegar honum samdi ekki við Imperator. Fyrir það siðamefnda var hann ávíttur, en eigi að síður virð- ist Imperator hafa talið að efnisleg fyrirhrigði hefðu töluvert gildi til þess að hjálpa viðvaningum og trúarlitlu fólki. Mér virðist þessi þrákelni við mikilvægi efnislegra fyrirbrigða hafi unnið spiritistahreyfingunni allmikið tjón. Spiritistar eru, í heimsins augum, hópar af fólki, sem situr í hvirfingum í myrkvuðum lierbergjum og blekkir sig sjálft af ráðnum huga, með barnalegum fyrirbrigðum, sem kenna engin nyt- söm fræði og bera ekki að neinu marki. Þetta kann að vera rangur dómur á raunveruleika fyrirbrigðanna, en hann virð- ist á rökum reistur, að því er gildi þeirra snertir. Kristur gerði mörg kraftaverk, sennilega til þess að sýna að sá, sem gæti gert slík undur, myndi ekki boða heiminum innantómt þvaður. En kraftaverk hans voru gagnleg, og hann gerði aldrei tilgangslausar sjónhverfingar. Hann lét ekki undan þegar hans var freistað: „ . . . kasta þér hér niður.“ Mér

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.