Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 35

Morgunn - 01.12.1977, Page 35
TVEGGJA HEIMA TENGSL 113 veru gerzt, en hafi hvorki stafað af ofsýnum né fjöldasefjun. Hvað snerti þann hávaða eða liljóð þau sem stundum komi fram, þá kunni fólki að detta í hug, að slíkt gæti stafað af eðlilegum ástæðum, svo sem þenslu eða samdrætti í viðum gamalla húsa, vatni i leiðslum o.þ.h. En doktorinn segir að í mjög mörgum tilfellum sé hávaðinn með þeim hætti að slíkt komi alls ekki til greina. Hins vegar flýtir hann sér að bæta því við, að það sé eng- an veginn ljóst að þetta stafi frá öndum. (Það er skýring sem vísindamaður verður um fram allt að forðast!). Eftir þvi að dæma er orðið poltergeist satt að segja ekki sem heppilegast. Samkvæmt skýrslu drs. Chvens er eina skýring hans sú, að fyrirbærin stafi af einhverju dularfullu afli, sem enginn viti hvers eðlis er. Þetta er þó vissulega enginn smákraftur, því þegar tvö hundruð punda þungu rúmi er lyft, þarf a.m.k. til þess tvö hundruð punda kraft. Hann telur að þessi kraftur eigi með einhverjum hætti rætur sínar að rekja til einhverr- ar viðstaddrar persónu (sem oft er unglingur), sem þannig valdi fyrirhærunum algjörlega án vitundar siimar. Þótt dr. Owen að vísu telji sig skorta hæfni til þess að dæma urn ýmsa þætti þeirra fyrirbæra sem gerðust í kring- um Matthew Manning, sökum þess að þau liggi utan þess sviðs sem hann er sérfræðingur á, þá vill hann nú samt forða les- endum frá þeirri villu eða misskilningi, að nokkrir andar geti verið að verki i ærslanda-fyrirbærum, og hann rökstyð- ur það með þessum hætti: 1 „hreinum“ (pure) ærslanda-fyrirbærum sé það sjald- gæft að sá sem í hlut á sjái vofu látins manns. Sömuleiðis virðist hann ekki fá neinar hugsendingar eða boð frá látnum eða öðrum verum. Þá falli enginn í „miðilstrans“, þegar at- vikin gerist. Þá sé ekki heldur, eins og á fundum spiritista, þörf á rökkvuðum herbergjum og liring samúðarríkra fund- armanna. Ærslandafyrirbærin gerist í fullri birtu o.s.frv. Ég vil nú leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við þess- ar skoðanir hins lærða doktors. Enskum vísindamanni, sem telur sig vera sérfræðing á

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.