Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 48

Morgunn - 01.12.1977, Side 48
126 MORGUNN átt til mannúðlegs og raunverulega fullkomins lýðræðisþjóð- félags. Að því mun koma, að þeir tímar þegar öreigahverfi gátu átt sér stað, verða litnir sömu augum og við lítum nú á frumstæðustu samfélög fortíðarinnar. 1 framtíðinni verður litið á það, að flokkur manna í samfélaginu kallist öreigar, og sé af sumum talinn lægri verur en þeir sjálfir, á sama liátt og við lítum nú á þrælahald. En hvernig má það vera, að á okkar upplýstu og kristilegu tímum skuh ennþá vera til öreigar, og hvers vegna er jafnframt til fólk, sem býr við allsnægtir? Að boði kristindómsins ber þeim sem á tvo kyrtla, að gefa annan þeirra þeim sem engan á. Va'ri þessu boði framfylgt i samfélagi jarðneskra manna og sömuleiðis í sam- skiptum ríkja, þá væri hvorki öreigalýður né fátækrahverfi á jörðu hér, það er að segja ef kristindómurinn væri ástund- aður á raunhæfan hátt. En þvi er ekki að heilsa. Sá kristin- dómur, sem jarðneskir menn hafa búið við í hartnær tvö þúsund ár, hefur verið fræðikenningar og kreddur, hann hef- ur byggzt á trúrænni eðlishvöt manna og trúrænum tilfinn- ingum og hughrifum. Á þann hátt hefur hann haft mjög mikla þýðingu og ýtt undir þróunina þannig, að fjöldi manna nú á tímum finnur hvað er hið rétta. En trúfræðikenningum kristindómsins hefur ekki tekizt að breyta athöfnum og fram- ferði manna í daglegu lífi að neinu ráði. Þetta er ekki sagt sem ásökun, hvorki gegn kristindóminum né mönnunum; það hefur ekki getað öðruvísi verið. En það á ekki að halda áfram að vera svo. Öll framþróun tekur sinn tíma, og það, sem á fyrir sér að birtast í raunhæfu framferði, verður fyrst að hafa átt sér stað í andlegu ástandi, sem tilfinning, hugsun og fræðisetning; þetta er alheimslögmál, og það gildir eimi- ig um kristindóminn. En kristindómurinn er nú kominn á það þróunarstig, að hann á að ráða raunhæfri breytni dag- legs lifs, og þá munu öll spillingarbæli og svonefnd öreiga- hverfi smám saman hverfa, því að þá útrýma mennimir úr huga sínum hinum andlega bakgrunni að tilveru slíkra hverfa.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.