Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Qupperneq 62

Morgunn - 01.12.1977, Qupperneq 62
140 MORGUNN bæri þau sem gerðust hjá Cayce var ekki hægt að útskýra sem neitt af þessu. Fyrirbærin kollvörpuðu gersamlega kenn- ingum minum um gerð mannsheilans. Öll sú þekking sem ég hafði aflað mér á liðnum árum við nám, rannsóknir og störf, gat ekki gefið skýringu á hæfileikum Cayces. Mér skildist að grundvöllur vísindalegra viðhorfa minna var ekki eins traustur og ég hafði haldið. Vandamálið lá ljóst fyrir, og ég sá að ég átti um tvo kosti að velja. Annaðhvort varð ég að loka augnnum fyrir staðreyndum og láta sem þær væru ekki til, eða viðurkenna að til væru einstaklingar með furðulega hæfileika, sem visindin voru ekki fær um að út- skýra.“ Eins og þeim er kunnugt, sem nennt hafa að hlusta á þessi erindi mín, þá hafa þau einmitt fjallað um ótrúlega sálræna hæfileika ýmissa manna, og er það auðsannað mál, að allt hefur það gerst, sem ég hef frá sagt. Svo mikið er þó enn ósagt í þeim efnum, að auðvelt væri að halda slíkum frásögn- um áfram í allan vetur og lengur þó. Sökum áhuga míns á þessum efnum í mörg ár er mér löngu fullljóst orðið, að svo- nefndir yfirskilvitlegir hæfileikar eru miklu algengari en flesta grunar. En hin mikla undrun vísindamannsins drs. Shaficu Kara- gullu, þegar augu hennar opnast fyrir því, að fleira sé til á himni og jörð en heimspeki hennar dreymir um, svo vitnað sé i Shakespeare, sýnir Ijóslega hve mjög sérfræðingar vísind- anna geta lokast inní þröngum sjónarmiðum vísindalegrar efnishyggju. En við skulum vera sanngjörn og velta því fyrir okkur, hvort slík innilokun sé ekki jafnvel nauðsyn þeim sem ótruflaður vill lcomast í fremstu röð í grein sinni og afla sér virðingar starfssystkina sinna. Ekki skal hér lagður neinn dóm- ur á það. En hitt er víst, að það þarf þrek og hugrekki til þess að skýra frá skoðunum, sem brjóta í bág við grundvallarkenn- ingar viðurkenndra visinda. Verður þá stundum að leggja á vogarskálamar annars vegar vonir um frægð og frama, en hins vegar löngun sannleiksleitandans til þess að láta ekkert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.