Morgunn - 01.12.1977, Qupperneq 63
DULSKYNJANIR
141
aftra sér frá því að rannsaka fyrirbæri, jafnvel þótt þau virð-
ist brjóta í bág við lögmál viðurkenndrar eðlisfræði.
Þegar Shafica Karagulla lofaði vinkonu sinni að lesa bókina
um Edgar Cayce fordómalaust, og henni varð ljóst hve örlaga-
rík áhrif sá lestur átti eftir að hafa á lífsstefnu hennar, þá
segir hún á einum stað: „Oft hefur það síðan hvarflað að mér,
hvort ekki hefði verið heppilegra fyrir mig, ef ég hefði átt
dálítið meira af hleypidómum þetta ágústkvöld.“
Já, því sannarlega átti hin nýja stefna hennar eftir að valda
henni miklum vandræðum og fjárhagsáhyggjum. En hún
sagði: „Ég hef alltaf verið haldin þeirri áráttu, að láta fjár-
hagslega velgengni og embættisframa lönd og leið, ef ég hef
séð hilla undir tækifæri til að uppgötva nýjar leiðir.“ Og hún
fórnaði framavonum sínum og orðstír í þágu rannsókna á fólki
með furðulega hæfileika. En hún varð sjálf að kosta þessar
rannsóknir, því henni varð ljóst, að flestir styrktarsjóðir
myndu veigra sér við að leggja fram fé í svona vafasama
fyrirætlun, sökum þess hve lítið var vitað um sjálft viðfangs-
efnið og því erfitt að meta gildi þess- En sumt fólk verður ekki
stöðvað. Og án þess yrði áreiðanlega færra um framfarir.
Þegar dr. Shafica Karagulla hafði sannfærst um hæfileika
Edgars Cayces hóf hún persónulega leit sína að öðru sálrænu
fólki, sem reyndist fáanlegt til þess að leyfa henni að rann-
saga liæfileika sína og hefja með henni samstarf, sem eftir
atvikum iðulega þyrfti að standa í langan tima. Og um þessa
leit, árangur hennar og rannsóknir fjallar svo bók hennar
Breakthrough to Creatiuety, sem nú er komin út á íslenzku í
þýðingu Esterar B. Vagnsdóttur undir nafninu Nýjar víddir i
mannlegri skynjun.
Og hún komst að þeirri eftirtektarverðu niðurstöðu, að
ýmsir sem gæddir voru þessum sálrænu hæfileikum höfðu
árum saman beitt þeim sér til fulltingis við störf sin með
góðum árangri. Lýsti það sér oft í því að viðkomandi „fann
á sér“ hitt og þetta t. d. hvað var að gerast annars staðar eða
hvað mundi gerast á næstunni o.s. frv. Er einkar heillandi að