Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 68

Morgunn - 01.12.1977, Side 68
146 MORGUNN yrði fyrir sálræna krafta. Enda sýna bókmenntir okkar að svo hefur lengi verið- Sökum frábærra fræðimanna eigum við ómetanlega fjársjóði þjóðsagna, en í þeim og goðsögnum okkar býr merkilegur sannleikur, sem síðar mun verða leiddur í ljós. Islendingar eru því áreiðanlega sálræn þjóð. Hvaða íslend- ingur hefur ekki frá einhverju að segja úr ævi sinni, sem merkilegt getur talist í þessum efnum: forspám, hugboðum, draumum sem rætast, sálförum og ýmsu öðru? Ef einhver kynni að vilja varðveita slíkar frásagnir frá glötam, þá væri mér gleði að taka við þeim og birta þær. „Láttu þcr ekki detta í hug, aS þú getir skilið Drottin alls- herjar méð vitsmununum. Vitsmunirnir geta einungis skilið meginreglu varðandi orsök og afleiðingu, sem tilheyrir fyrir- bæraheiminum. Vitsmunirnir eru vanrnáttugir að skilja yfir- náttúrlegan sannleika og éðli hins algjöra orsakalausa. Göfugasti hœfileiki mannsins er ekki vitsmunirnir, heldur innsýni. Handsömun þekkingarinnar, sem stafar leiftur- snöggt og sjálfkrafa frá sálinni, en ekki hinum skeikula milli- lið, skilningarvitunum éða vitsmununumV Paramahansa Yogananda.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.