Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 75
í STUTTU MÁLI 153
hélt að hún væri að fara inn á skrifstofu og hugsaði ekki
meira um það.
P. S. — Þegar þetta gerðist, var Pálína ekki í landinu;
ég man ekki hvort þetta var fimmtudag eða föstudags-
morgun.“
Hildur Blöndal.
Þessi frásaga frúnna er allmerkileg; sýnin og talið á sér
stað dægrum áður en Pálina kemur austur, en það var eftir
hádegi 19. okt. 1974. Hér er um óvenjulegt fyrirbæri að
ræða, og ég tel þess virði, að þvi sé ekki gleymt. Mikilvægt
væri að mönnum hlotnaðist á vísindalega vísu þekking þeirra
lögmála, sem hér kunna að standa að baki. Slík þekking yrði
þung rök á sannleiksgildi líkra frásagna, frá fortið og nútíð.
Hún myndi vafalaust færa mannkyni meiri hamingju, en
montþrungin gleðióp á uppfinningu nýrra vopna og eyði-
leggingarmætti þeirra.
Har. S. Norðdahl.
Reykjavík 27. janúar ’77.
HeiTa ritstjóri.
Ég vil nota tækifærið til þess að þakka allt það góða,
sem Morgunn hefur flutt mér, þar sem sumt af hverju hefur
komið sér af ólíkindum vel. Væri ekki ráðlegt að hafa fram-
hald greina frá Rannsóknarstofnun vitundarinnar?
Virðingarfyllst,
R. Fr.
Svar: Það stendur Rannsóknastofnuninni opið.
Hugleiðing út af hugleiðingu Jónu Rúnu Kvaran. (Morg-
unn, sumarhefti ’76).
Og árin hlaSast upp
reisa fótfestu ofan á fótfestu