Morgunn - 01.12.1984, Side 9
SÁLNAHUGMYNDIR . . .
83
mynd mannsins, vitund hans og lífsmegin. Hún birtist sem
vofa dauðra, eða svipur lifandi manna. Hún ferðast um
í draumum manna og myndum hugans. Sálin er veruleiki
öllum þorra manna, hvað sem líður fyrirskipunum kirkju-
þinga eða vangaveltum heimspekinga og vísindamanna.
Hvort hún er ódauðleg eða ekki skiptir fæsta verulegu
máli. Hún er allavega það af manninum, sem lifir af líkams-
dauðann, hvað sem svo verður.
Ég vei’ð að skýra mál mitt betur og rekja nokkur atriði
um sálina áður en ég flokka hugmyndirnar um hana nið-
ur.
En fyrst ætla ég að rifja upp gamlar endurminningar.
Allra salna messa
Það var í vetrarbyrjun fyrir bráðum fimmtán árum.
Jörð var auð og frostið ekki farið að hreinsa himininn yfir
Upplöndum. Sjaldan verður myrkrið þéttara en í byrjun
nóvember, þegar þoka grúfir yfir og ýrir ísköldum úða.
Ég hafði reikað út um nónbilið, lúinn af bóklestri og gekk
langa leið að vanda mínum. Mér fannst óvenju dimmt, jafn-
vel á þessum árstíma. Þokan afskræmdi hús, tré, bíla, og
þær fáu hræður, sem voru á ferli á þessum ömurlega þoku-
degi. Það var eins og ég væri á mörkum tveggja heima.
Annars vegar var hinn venjulegi og kunnuglegi heimur.
Hins vegar þessi afskræmdi heimur veruleikans, þar sem
allt hafði breytt um lögun og lit. Heimur, sem mig grun-
aði bak við þekkjanleg formin. 1 síðdegisdimmunni birtist
mér allt í einu sýn, sem fyllti mig í senn undrun og ótta.
Fjöldi ljósa skreið fram úr myrkrinu. Þau urðu fleiri og
dreifðust um stórt svæði og mynduðu þéttan Ijóshring
og dofnuðu allt í kring. Þarna var kirkjugarður og lifandi
ljós á leiðunum. Ég er alinn upp á kirkjustað og finn því
ekki til ótta á slíkum stöðum sem kirkjugörðum, eða rétt-
ara sagt: mér þykir næsta eðlilegt að búast við öndum
framliðinna þar. 1 kirkjugarðinum heima hafði ég þekkt