Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 9

Morgunn - 01.12.1996, Side 9
Ritstjórarabb önnur. Menn hafa oft einmitt krafist beinharðra sannana af þeim, senr talið hafa slíka hluti eðlilegan þátt í tilverunni. Og oftast nær hefur sönnunarbyrð- in verið lögð á þá hina sömu, hvað sem öllu öðru líð- ur, rökum, atburðum, fyrirbærum eða því sem eðli- legt má teljast samkvæmt eðli tilverunnar. Snúa mætti þó þeirri sönnunarbyrði við og segja sem svo: Getur þú sannað að þetta sé EKKl svona? Það er nú einu sinni svo að andlega hluti er erfitt að sanna þannig að hægt sé að stilla þeim út á safni t.d. eða sýningu, sem hlutgerðri sönnun. Hafa kenn- ingar trúarbragðanna einhvern tíma verið sannaðar þannig vísindalega? Ekki man ég eftir að hafa heyrt það eða að einhverjir hafi yfirleitt krafist þess. Samt lifir stór hluti mannkynsins eftir þeim og tekur allt, sem þar er sagt, bókstaflega. Sannanir spíritískra mála eru þó margar og marg- víslegar og oftast nær, eins og allt sem andlegt er, tengdar upplifun og reynslu hvers einstaklings fyrir sig. Það yrði efni í annan leiðara að fara nánar út í þær að þessu sinni. En svona rétt í lokin langar mig að minnast á það að eitt sinn heyrði ég einn ágætan, hátt settan kenni- mann nel'na það að hann vildi trúa á fyrirgefninguna, hún væri einn af hans stærstu útgangspunktum í trú- málum, hann gæti varla afborið lífið að öðrum kosti. Hann tryði því, að þegar upp yrði skorið væri allt misjafnt fyrirgefið af sjálfu sér. Jesú tók á sig syndir mannanna. Honum fannst að það fólk, sem væri að tala um endurholdgun og að fólk yrði sjálft að horfast í augu við líf sitt og gerðir, væri í raun að gera ráð fyr- ir nánast óbærilegri byrði í lífi hvers einstaklings. Að MORGUNN 7

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.