Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 18

Morgunn - 01.12.1996, Side 18
Efnið og andinn Annar aðili í andlega starfinu, sem ekki er síður minnisstæður, er miðillinn Horace Hambling, en hann hitti ég fyrst í London hjá Breska sálarrann- sóknafélaginu, á páskadag 1965, kl. þrjú síðdegis, en þar var ég viðstaddur transfyrirlestur hjá honum. Það, sem skeði á þeim fundi var að mér fannst and- legur leiðbeinandi hans, Moon Trail, vera að tala til mín þó að það væru þarna 150 manns í salnum, því hann kom inn á atriði, sem ég hafði brotið heilann mikið um. Þessu til staðfestingar get ég nefnt að ég innti Moon Trail eftir þessu síðar, þegar ég þekkti hann orðið vel og þeir voru búnir að koma til íslands, hvort hann hefði verið að tala til mín. Hann kvað svo hafa verið og sagði: „Ég var að beisla rökhyggjuna hjá þér.“ Við átturn síðar eftir, ég, hann og miðillinn hans, að eiga mikið samstarf næstu fjögur árin. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atriði sem hann nefndi á þessum fundi, atriði, sem er algilt, en hann var að skýra mismuninn á undirmeðvitund og dagvit- und. Hann sagði: „Undirmeðvitundin er eins og vélstjórinn niðri í vélarrúmi í skipi. Hann sér ekki hvert skipið er að fara og bíður eftir að fá skipanir frá þeim sem er uppi í brúnni, sem sér hvert verið er að fara og síðan set- ur hann vélina í aftur á bak eða áfram, eftir því sem boðin, sem honum berast, segja til um. A sama hátt svarar undirvitundin þeim boðum, sem hún fær frá dagvitundinni, hvort sem þau þýða stefnu aftur á bak eða áfram, upphafningu eða niður- rif, án þess að spyrja spurninga. Undirvitundin fram- 16 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.