Morgunn - 01.12.1996, Blaðsíða 19
Efnið og andinn
kvæmir því blint, ef svo má segja og teystir dagvit-
undinni algjörlega. Hún á að sjá og gefa skipanir en
framkvæmdin er blind, án spurninga. Þannig geturðu
gefið öllum frumum líkamans skipanir og undirvit-
undin framkvæmir. Þess vegna sagði hann fólki jafn-
an þegar hann var að gefa því heilun að það ætti að
segja „ég er heil“ eða „ég er heill.“ Sé ástandið öðru-
vísi þá fer undirvitundin í gang og framkvæmir eins
og skipunin segir til um, þannig að hún verði rétt. í
raun er þetta undirstaða heilunar.
Ef einhverjar efasemdir eru á ferðinni þá fer málið
í rugling og undirvilundin framkvæmir ekki. Því hvað
gerir vélstjórinn ef hann skilur ekki boðin. Hann bíð-
ur, ekki satt? Þetta er undirstaða heilbrigðis.
Horace Hambling heimsótti okkur á íslandi fyrst í
janúar 1967 og þá leit ég á hann sem fræðslumiðil og
heimspeki leiðbeinanda hans, Moon Trail, var vel
þekkt í Bretlandi. Moon Trail hafði verið Sioux-
indíáni í síðasta jarðlífi sínu, í kringum 1650.
Mér er minnisstæður fyrsti fundur þeirra hér, sem
var einkafundur, og á hann komu fimm lundargestir
og þar af voru fjórir komnir til þess að fá heilun. Á
þessum tíma hafði ég ekki hugmynd um að það væri
heilunarstjórnandi á bak við hann. Mér bregður illa
við þegar ég gerði mér þetta ljóst og segi sem svo að
hér sé ekki hægt að fá heilun, en þá var einn gestanna
búinn að segja frá því að hann væri með verk fyrir
hjartanu. Þá segir Moon Trail:
„Bíðið aðeins.“
Og síðan kemur skyndilega annar stjórnandi í
gegn, sem kallaði sig doktor G, en honum átti ég síð-
ar eftir að kynnast niikið og vel.
morgunn 17