Morgunn - 01.12.1996, Page 25
Efnið og andinn
Á næsta þingi, sem var árið 1979 í Noregi, var ég
kjörinn í stjórn þessara samtaka. Formaður N.S.U.
varð ég svo frá árinu 1990 til 1993, en er núverandi
varaformaður þeirra samtaka.
Sálarrannsóknafélag íslands stóð fyrir N.S.U. þingi
í Munaðarnesi, 16.-23. september 1995. Þar mættu
40 Skandinavar og 40 íslendingar. Núverandi for-
maður samtakanna er Vagn Rose frá Danmörku.
Næsta ársþing N.S.U. verður í Rambergsgárden í
Svíþjóð, dagana 12.-17. júlí 1997.“
Og á þeim orðum Ijúkum við Guðmundur spjalli
okkar. Sum atriðin, sem hér var tæpt á liefði verið
skemmtilegt að geta Jjallað um nánar en mögulegt er
í stuttu rabbi sem þessu, og mörgu var sleppt. En
hver veit nema leiðir Morguns og Guðmundar eigi
eftir að liggja saman aftur, þó síðar verði, og þá verði
hægt að koma nánar inn á þau atriði, sem hér voru
ekki tekin með. □
morgunn 23