Morgunn - 01.12.1996, Page 26
Doris Stoke:
Hún sagöi:
„Það er verið að
refsa þér"
Doris Stoke var einn kunn-
asti miðill Bretlands síðari
ára og mjög virt fyrir starf
sitt í þágu spíritismans.
Hér á eftir fer stuttur kafli
úr bók hennar „Raddir kær-
leikans, “ þar sem hún m.a.
lýsir samskiptum sínum við
heldur ábyrgðarlausan
„miðil, “ svo ekki sé nú
meira sagt. Einnig kemur
hún inn á nokkrar spurn-
ingar, sem gjarnan vakna
hjá fólki um spíritísk mál.
Ef
1 g var um daginn að fara
gegnum póstinn minn
þegar eitt bréfið, sem hafði
reyndar hafist mjög eðlilega,
kom mér til að svelgjast á
morgunkaffinu. Ég varð svo
reið að ég gat varla klárað
að lesa bréfið.
Það var frá órólegri, ungri
móður, sem hafði fætt and-
vana barn. Vesalings stúlkan
hafði farið til miðils í Shor-
eham, Essex, í von um ein-
hverja huggun en fékk í
staðinn fregnir, sem leiddu
hana á barm örvæntingar.
„Það er verið að refsa þér,“
sagði miðillinn við hana.
„Þú misnotaðir börn í fyrra lífi og nú verður þú að
gjalda fyrir það.“
Aumingja stúlkunni leið hræðilega illa og velti fyr-
ir sér hvað í ósköpunum hún gæti hafa gert og hversu
24 MORGUNN