Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 29

Morgunn - 01.12.1996, Side 29
Hún sagði: „ Það er verið að refsa þér. aukafullur. Það er sárt að uppgötva hversu ranglega þú hefur komið fram í fyrri lífum, en um leið og þér fer að skiljast það þá geturðu farið að bæta fyrir það.“ „Heldurðu í raun og veru að Guð myndi láta lítið barn fara aftur yfir um áður en það fæðist, eingöngu vegna móðurinnar," spurði ég að síðustu, í veikri von um að koma vitinu fyrir hana. „Já,“ svaraði hún. Þetta var vonlaust. Ég náði ekki til hennar. Annað hvort trúði hún í alvöru því sem hún var að segja, eða að henni var einfaldlega alveg sama um þá sorg sem hún olli. „Jæja, mér finnst þetta andstyggilegt,“ sagði ég reiðilega, „og mér finnst þú ekki þess verð að kalla þig miðil.“ Svo lagði ég símtólið á. En ég gat ekki látið þar við sitja. Ég bauð ungu móð- urinni á næsta opna skyggnilýsingafund minn og í fyr- irspurnahluta hans vakti hún máls á þessu með spurn- ingu, svo ég gæti fullvissað alla tilheyrendur mína á fundinum um það, að fólki er ekki refsað í þessu lífi fyrir eitthvað sem það hefur gert í fyrri lífum. Og meira en það. A meðan ég var að svara spurn- ingunni þá heyrði ég skyndilega að einn af ættingjum ungu konunnar var að tala til mín. Venjulega reyni ég að vera ekki að flytja skilaboð í fyrirspurnahluta fundar, því það er ekki réttlátt gagnvart hinum gest- unum, sem sitja hljóðir og bíða eftir sambandi, en í þetta skipti braut ég þá reglu mína. „Þau eru að segja mér að barnið þitt hafi flust aft- ur yfir í andaheiminn fimmtíu mínútum áður en hún fæddist,“ sagði ég. morgunn 27

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.