Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 30

Morgunn - 01.12.1996, Page 30
Hún sagdi: „ I'aö er veriö að refsa þér. Unga móðirin greip andann á lofti. „Það er það sama og þau sögðu á sjúkrahúsinu. Þau sögðu að hún hefði hætt að anda fimmtíu mínút- um áður en hún fæddist andvana." Ég hélt áfram og sagði henni hver gætti barnsins og ýmislegt annað tengt fjölskyldunni og hún virtist mikið hamingjusamari á eftir. Síðar fékk ég bréf frá eiginmanni hennar, þar sem sagði m.a.: „Þú veist ekki hversu mikinn sálarfrið þú hefur gefið okkur. Konan mín var að ganga í gegnum hreint víti á meðan hún hélt að það hefði verið henni að kenna að við misstum dóttur okkar.“ Mér þótti afar ánægjulegt að hafa getað orðið til hjálpar og jafnvel enn ánægðari yfir því að hafa get- að komið þessu atriði til svo margs fólks. Það er það stórkostlega við fyrirspurnatímana. Þar gefst öllum tækifæri til þess að tala um ýmislegt, sem hefur ver- ið að angra þá og fólk, sem er of feimið til þess að ganga fram fyrir skjöldu, heyrir oft svör við spurning- um sem það þorði ekki að spyrja. ❖ ❖ ❖ Mér datt í hug að þið kynnuð að hafa gaman af að sjá hvers konar atriði koma upp í fyrirspurnatímun- um og hér koma nokkur slík: - Hvað skeður ef það verður kjarnorkustríð? - Við förum öll saman yfir, góða mín. Það mundi sennilega binda endi á þennan heim en ekki anda- heiminn. - Er einhver ástæða fyrir því að ástvinir manns geta 28 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.