Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 38

Morgunn - 01.12.1996, Side 38
Dulrænar frásagnir úr reynslusagnasafni Sálar- rannsóknaskólans Sem kunnugt er hefur það orðið að samkomulagi milli ritstjóra Morguns og skólastjóra Sálarrann- sóknarskóians að í næstu heftum Morguns verði birtar reglulega nokkrar af dulrænum reynslusögn- um nemenda skólans og annarra sem slíkar frásagn- ir hafa sent okkur. Er það að sjálfsögðu gert með góðfúslegu leyfi nemendanna og hinna sem sögurn- ar skrifuðu. En hluti af hinu skemmtilega námi Sál- arrannsóknaskólans felst m.a. í því að þeir nemend- ur sem vilja og eða kæra sig um rita niður dulrænar reynslufrásagnir sínar sem heimaverkefni í skólan- um. Eru þessar frásagnir síðan lesnar upp á nem- endahátíðum skólans af nemendum sjálfum (þ.e. ef nemendur gefa leyfi til slíks og kæra sig um), og kennir þar ávallt margra afar skemmtilegra grasa. Þess ber einnig að geta að nemendur og aðstand- endur Sálarrannsóknaskólans hafa um árabil safnað dulrænum frásögnum fólks hvaðanæva að og eru að koma þeim skipulega fyrir í tölvugagnasafni skól- ans. Er það vísir að nokkurs konar rannsóknarstofn- un dulrænna mála hér á landi í framtíðinni, verði okkur að ósk okkar og haldi áfram sem horfi í þessu 36 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.