Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 41

Morgunn - 01.12.1996, Page 41
Dulrænar frásagnir... skopparakringla, en þess má geta að snældan er alveg flöt að neðan og var vön að standa þarna. Þær horfa báðar undrandi á hana snúast þarna á þessum feikn- ar hraða og fylgjast með henni hægja á sér þar til hún vaggar til í glugganum og stoppar að lokum. Báðar voru undrandi á þessum atburði og huguðu vel að glugganum, sem var lokaður og ekkert óvenju- legt að sjá fyrir utan eða inni í herberginu. Ekkert merki var í gluggakistunni eftir núning við snælduna svo að hún hlýtur að hafa lyfst lítillega frá, þó þær tækju ekki sérstaklega eftir því. Hvorug þeirra gat eða getur, nokkra skýringu gefið á þessu framferði snældunnar og hef ég heyrt þessa sögu nokkrum sinnum og séð snælduna, sem nú er í vörslu móður rninnar. Ingibjörg Magnúsdóítir: Slagsmál við framliðna Það að sjá drauga, framliðna, búfólk, álfa og fleira er mér eðlilegt, en ég hef aldrei hræðst það fyrr en ég upplifði eftirfarandi atburð. Þá hafði það gerst tvisvar áður að ég slóst um rúm- ið mitt. 1 fyrra sinnið gerðist það árið 1978. 1 bæði þessi skipti hafði ég betur að lokum, svo ég sofnaði bara þá og hugsaði ekki um þetta meira. Arið 1994 var ég ákveðin í að ýta mínum dulrænu hæfileikum burt úr lífi mínu. Ég hafði engan tíma fyr- morgunn 39

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.