Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 44

Morgunn - 01.12.1996, Page 44
Dulrænur frásagnir... þessi mál því miður. Ég átti greinilega alls ekki að hætta. Það virtist vera niðurstaðan frá vinum mínum að handan. Hulda Haraldsdóttir: Draumur um líkfund Þannig var að uppeldisbróðir minn og fleiri, sem tengdir voru inn í ætt mannsins míns, fórust allir á báti sem þeir voru á, í mars 1985. Allir voru þeir því tengdir okkur á einn eða annan hátt. Eftir mikið tilfinnigastríð hjá okkur, sem eftir lifð- um um það, hvort þeir myndu finnast eða ekki á meðan á leitinni að þeim stóð, gerist það að fremur fljótlega finnast þeir allir nema uppeldisbróðir minn og frændi. Þeir voru týndir áfram. Það liðu margir dagar og margar vikur og alltaf var leitað og leitað. En allt kom fyrir ekki. Þeir fundust alls ekki. Eina nóttina dreymir mig allt í einu að uppeldis- bróðir minn standi hjá mér í sjógallanum sínum. Þá er sagt við mig stundarhátt: „Klukkan eitt á hádegi." Frændi minn stóð lengra frá eins og hann hafi verið með tjald eða eitthvað slíkt. Við þetta glaðvakna ég og þá er klukkan um níu um morguninn. Um hádegið fer um mig einhver hrollur og er ég að spá í að hringja í uppeldissystur mína og segja henni frá draumnum um nóttina, en hætti við. En klukkan eitt fannst bróðir minn en frændi minn var þá enn 42 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.