Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 47

Morgunn - 01.12.1996, Side 47
Dulrænar frásagnir... Eftir að hafa heyrt þetta reyndi ég töluvert að tjá mig við gömlu konuna, en það gekk ekki vel. Hún sýndi mér mikla hlýju, en virtist bara vilja vera í friði. Hún reyndist mér og mínum vel og hef ég oft hugsað til hennar með hlýhug. Ég man eftir henni dansandi í kring- um vögguna þegar litla dóttir okkar fæddist. Og ég man eftir syni mínum, þá fimm ára, sem sagði mér að „gamla konan“ hefði haldið sér svo fast einu sinni, þang- að til mamma kom og hjálpaði honum úr sjálheldu sem hann hafði komist í. Aldrei fyrr hafði hann orðið var við hana. Og síð- ast en ekki síst, þá man ég mjög vel eftir henni þegar heimurinn minn hrundi af tilteknum sorgaratburði. Ég var þá mjög örvæntingarfull og gjörsamlega úr- vinda af sorg. Þá vék hún ekki frá mér allan daginn og var með mér alla nóttina og veitti mér styrk og kærleika. Ég gleymi þessari gömlu og góðu konu seint eða aldrei. En þegar frá leið varð ég minna vör við hana. Þá var ég viss um að hún hefði fundið sinn frið og væri orðin sáttari við vistaskiptin. MORGUNN 45

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.