Morgunn - 01.12.1996, Page 52
Ingvar Björnsson:
Af litum og
lækningum
Þar sem ég veit að margir
hafa áhuga á að fræðast
um anctleg mál en eru ekki
vissir um hvernig best er að
nálgast fróðleik um þau og
vita þaðan af síður hvað
þarf að varast í sambandi
við allt sem að þeim mál-
um snýr, þá vil ég með
þessum línum, miðla þeim
af þeirri reynslu sem ég hef
aflað mér í gegnum árin
með því að sækja námskeið
hjá reyndum og góðum
miðlum, setu í bænahringj-
um og lestri fræðandi bóka.
Þar sem ég hef alltoí' oft
orðið var við að fólk, sem
búið er að fara á eitt eða tvö
námskeið hjá misgóðum
fræðurum, hefur talið sig vita
allt um þessi mál og jafnvel
vera orðið fært um að fara út
í heilun á sjúkum. Svo hef ég
líka heyrt og séð fólk sem
skilur ekkert í því hvað allt
nám sitt gengur hægt. Það sé
búið að vera svo og svo lengi
við námið og sé hvorki farið
að sjá, heyra né finna fyrir
neinum breytingum.
Við þá, sem í framangreind-
um vanda lenda vil ég segja
þetta:
Þeim, sem vill kynna sér
þann hluta andlegra mála, sem snúa að miðilsskap
eða heilun, er nauðsynlegt að hafa það fast í huga að
hann er leitandinn og að það eru mörg spor frá hinu
50 MORGUNN