Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 55

Morgunn - 01.12.1996, Side 55
Af litum og lækningum um það í huga að ára er útstreymi kringum líkama okkar, eins konar samspil raf- eða orkubylgna og lita, er hvirflast um áruna og hugarorka okkar hefur áhrif á. Það væri að mínu mati, ekki óeðlilegt að margur spyrði nú: hvernig getur maður séð þessa liti? Að sjá svona liti byggist á næmni okkar. Sumir eru næmari en aðrir og því er það að vonum að sumum getur verið þetta meðfætt, en ég held að flest okkar þurfi að þróa þetta með sér, en til slíks tel ég hug- leiðsluna best fallna. Seta í bænahringum hjálpar hér mjög til, enda er þar oftast stunduð hugleiðsla að ein- hverju marki. Öll störf að andlegum málum eru hér af hinu góða. Hvaða aðferð sem við notum af því sem að ofan segir, tel ég rétt að við höfum sérstaklega tvö atriði í huga, m.a. til þess að forða okkur frá vonbrigðum sem upp gætu komið. Hið fyrra er að þar sem við erum gædd mismikilli næmni þá má reikna með því að sum okkar sjái aldrei þessa andlegu liti, hversu hart sem við leggjum að okkur. Hið síðara er svo það, að það tekur langan tíma og mikla þjálfun að ná þessu takmarki. Svo má og geta þess að ég hef sjálf- ur reynslu af því að geta séð þessa liti á stundum, en aðrar stundir sé ég þá alls ekki, þótt mér virðist að- staða svipuð. Ef við erum iðin við að þjálfa okkar andlega mann, stýra hugsun okkar í átt að kærleikanum og ljósinu, þá fáum við umbun fyrir það. Hvort hún birtist á sviði sjónar, heyrnar eða tilfinninga okkar, er að mínu mati ekki aðalatriðið, heldur það að við þroskumst í átt að ljósinu og kærleikanum, að við verðum færari MORGUNN 53

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.