Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 56

Morgunn - 01.12.1996, Side 56
Af litum og lækningum um að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfi og að senda þeim ljós sem í myrkrinu búa og hver getur óskað sér betra hlutskiptis. í lok þessarar litaferðar langar mig til að draga saman nokkur atriði er hér hafa komið fram, svona eins og til áréttingar á þýðingu þeirra í mínum huga. Við búum í veröld ljóss og lita og getum án hvor- ugs verið. Við skulum því huga vel að hvoru tveggja og gæta þess að raska ekki jafnvægi þeirra. Grunnlitir orkustöðva eru allir eins. Litir áru eru einstlingsbundnir og síbreytilegir. Þó að ég hafi hér að framan nefnt að seta í bæna- hring væri af hinu góða, þá fór ég ekki út í nánari umfjöllun um þá að sinni, læt það bíða betri tíma. Ég veit að margir hafa áhuga fyrir að kynna sér bænahringi og að kannski hefði ég átt að fjalla um þá hér og nú, en mitt mat var að ég léti litina sitja í fyr- irrúmi að þessu sinni. Sama má segja um hugleiðsl- una. Þar mætti margt um segja, en það bíður einnig síns tíma. Þessari litaumræðu er þá lokið en í stað þess að þjóta, hvert okkar, sitt í hverja áttina, skulum við halda hópinn og fara á vit frásagnanna, en auðvitað verð ég að hafa smá formála að þeirri umfjöllun. Þegar við förum að vinna við andleg mál, líður ekki langur tími uns við förum að fá aðra tilfinningu fyrir því sem í kringum okkur gerist. Við verðum næmari á allt sem þar er og við skynjum hlutina á annan hátt. Ýmislegt sem við töldum áður tilviljanir, fer nú að verða raunveruleiki og þess vegna er áríðandi að við gefum þessu meiri gaum. Við skiljum nú að margt á sér dýpri rætur og merkingu en við áður héldum. 54 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.