Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 60

Morgunn - 01.12.1996, Side 60
Af litum og lækningum Svo óraunverulegt sem það virðist vera, þá er það svo að hefði ég ekki punktað samtal okkar strax nið- ur, þá væri þessi þáttur um hugsun mína til Þórunn- ar Maggýjar fallin í gleymsku, því spurningu mína man ég alls ekki en hana hafði ég ekki ritað niður. Ég er reyndar viss um að hún, sem slík, hefur ekki verið merkileg, heldur hafi hún fyrst og fremst átt að koma samtali okkar á og að samtalið hafi átt að vekja mig til umhugsunar um vanda háls míns og lungna og ég tel að það sé einmitt nú að skapast möguleiki til þess að ég fái fljótlega bót þessara meina minna. Hér lýk ég þessu samtali við Maggý en við tekur hinsvegar annað samtal, sem ég tel furðulegt fram- hald af þessu, þótt þar sé annar viðmælandi. Þriðji þáttur Að kvöldi 28. mars 1993, hringir síminn hjá mér og nú er það Guðmundur Einarsson, sem þar er á ferð, heilsar mér og segir: „Eins og þú mannst þá var ég á skyggnilýsingar- fundi Ingibjargar Þengilsdóttur fyrir nokkru og þess- um fundi stjórnaðir þú. Þar heyrði ég og fann að þú áttir í erfiðleikum vegna andþrengsla og eða ein- hverra vandræða í hálsi þínum, og þetta varð ástæð- an til þess að ég ákvað að segja þér eftirfarandi: Fyrir nokkru komst ég að því að læknir á Vífils- stöðum hefði náð góðum árangri í slíkum málum með tækni sem nýkomin væri hingað til lands, frá Svíþjóð. Þar sem ég átti sjálfur við líka erfiðleika að etja fór ég á fund þessa læknis og hef ég fengið hina bestu bót meina minna. 58 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.