Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 61

Morgunn - 01.12.1996, Side 61
Af litum og lækningum Því sló allt í einu niður í koll mér að ég ætti að hringja í þig og segja þér frá þessu og hvetja þig til þess að athuga þessa lausn.“ Ég vil taka það fram að þó ég sé vel kunnugur Þór- unni Maggý og Guðmundi Einarssyni, þá eru þessi símtöl þeirra við mig hin fyrstu, þau hafa aldrei áður hringt heim til mín og reyndar ekki síðan, svo ég muni. Nú standa málin svo að ég hef þegar átt tíma hjá nefndum lækni og á innan skamms að hitta hann aft- ur, því eins og hann segir: „Hér getur verið um margt að ræða og ég ætla að skoða ýmsa þætti áður en ég gef svar um batahorfur." Mér finnst eðlilegt að þeir sem þetta lesa, spyrji hvers vegna er maðurinn að skrifa um það, sem í raun er ókomið fram? |ú, svar rnitt er þetta: Ég tel alveg víst að áður nefnd símtöl boði mér betri tíð, hvað háls og öndun snertir og því geti ég sagt síðar meir, að rétt hafi ver- ið að segja frá þessu í tíma. )á, vonin og trúin geta mörgu hlassinu velt. Eftirmáli Eins og þið vitið eflaust sjálf þá byrjar maður oft á einhverju, sem maður ætlar að drífa af í snarheitum, en reyndin verður svo sú að málið leggst til hliðar og gleymist síðan alveg, en svo er einmitt um það sem hér að framan er ritað. Eins og þið sjáið er samtalið við Þórunni Maggý ritað 19. mars 1993, en samtalið við Guðmund hins- vegar 28. mars sama ár, og hefur það legið í gleymsk- MORGUNN 59

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.