Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Side 64

Morgunn - 01.12.1996, Side 64
Guð minn góður... Hvernig sérð þú guð fyrir þér? Það er lítill vafi á því að þú upplifir þá alheimsveru á allt annan hátt en ég, því það er ómögulegt fyrir nokkurn að vita hvernig guð lítur út. Þrátt fyrir alla þá, sem vilja meina að þeir séu í beinu sambandi við Hann eða Hana, annað slagið. Mér virðist að þeir kristnu geri sér einna lélegustu myndina af guði, hinum mikla arkitekt, því þeir hafa úthýst svo alheiminum, sem skipulegu og samstilltu kerfi og gert lítið úr skapara hans, að öll tilvera mannkyns er bundin við þessa þyrlandi rykhrúgu, sem kölluð er jörð, og þrátt fyrir orð Mósebókar, þá er litið á guð okkar sem höfund stórrar metsölubók- ar, sem kölluð er Biblía, og föður einkabarns, sem nefnt var jesú, og, eftir því sem sagt er, kom til að bjarga mannkyni frá syndum sínum, en var myrtur á hryllilegan hátt vegna framhleypni sinnar. Þetta er svo sannarlega guðlast. Að mínu áliti voru hinir fornu Hebrear býsna nærri hinni sönnu ímynd guðs þegar þeir vísuðu til hinnar ólýsanlegu veru Jehóva, sem að innihaldi er einungis upphafstafir fjögurra höfuðskepna efn- is/náttúru heims, sem við þurfum einungis að bæta við fimmtu höfuðskepnunni, Ijósvakanum, eða fjórðu víddinni, sem nær yfir sjö svið, til þess að hafa algjör- an guð. Þessi sjö svið, sem ég rita um, eru þau, sem talað er um í fornum vísdómi og þau sjö svið, sem eru við- fangsefni atómfræðanna í dag. Já, við höfum núna vísindalega sönnun fyrir raun- veruleika okkar og áframhaldandi lífi persónuleika okkar eftir dauðann. Hvert er þá svarið við spurn- 62 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.