Morgunn - 01.12.1996, Síða 72
Eru kraftaverk kraftaverk?
sem við köllum svo, getur falist í ótrúlega mörgum og
ólíkum atriðum, jafnvel atriðum sem við getum, við
fyrstu sýn, engan veginn tengt andlegum málum. Við
erum nefnilega býsna oft nokkuð gjörn á að aðskilja
efnið og andann. En það er rangt að gera það. Efnið
og andinn eru samtvinnuð atriði og hafa áhrif hvort
á annað. Og hér í liggur einn þáttur hlutverks okkar
spíritista. Við eigum að miðla þeirri þekkingu sem
við höfum öðlast í gegnum andlega starfið, þeini
staðreyndum sem lengra komnir vinir okkar hafa
bent okkur á. Staðreyndum, sem þeir hafa betri yfir-
sýn yfir af þeim hærra hóli sem þeir eru staddir á
núna. Þeir hafa sáð fræjum í brjóst okkar, fræjum,
sem verða að blómum og opna krónu sína mót Ijósi
ijósanna, svo okkur verður ljósari tilgangur og mikil-
vægi gerðar þáttanna í uppistöðu þess vefs, sem við
erum að spinna líf okkar og þroska í. Og þessi blóm
okkar munu líka bera fræ þegar þeirra blómgunar-
tími er upp runninn og þessum fræjum ber okkur að
sá umhverfis okkur.
Það fer fjarri því að okkur sé alltal Ijóst hvenær í
nálægð okkar er sál, sem er að leita ljóssins og efnis
til að spinna í lífsþráð sinn kærleika og hlýju til um-
hverfisins. Það er ekki einu sinni víst að henni sé
sjálfri ljós sú leit sín, hið ytra a.m.k.
Við skulum því kenna, miðla, segja frá reynslu
okkar og skoðunum, það eru þau fræ, sem okkur
hafa verið gefin. Að sjálfsögðu munu sum þeirra falla
í grýtta jörð og ekki blóm bera, ekki fyrst um sinn
a.m.k. En það er nú bara eðli tilverunnar. Fræin eru
ódauðleg og þau munu hafa áhrif þegar þeirra tími er
kominn.
70 MORGUNN