Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 75

Morgunn - 01.12.1996, Page 75
C.W. Leadbeater: Hugheimar 1. hluti Yfirlit Þegar við ráðumst í það vandaverk, að lýsa hér nokkuð hugheimum, þá verður ef til vill einna skárst að byrja á þvi, sem erfiðast er, og reyna að gera nokkra grein fyrir því, hvernig þeir koma lærisvein- um eða reglulegum dulspekinemenda fyrir sjónir, er þeir eins og ljúkast upp fyrir honum í fyrsta skifti. Það skal þegar tekið fram, að lýsingu þessari hlýtur að verða að mörgu leyti ábótavant. Eg nota hér orð- ið „lærisveinn“ af ásettu ráði, sökum þess, að það eru litlar líkur til að maður, sem er ekki undir handleiðslu einhvers meistara, sé fær um að fara með fullri með- vitund inn á þetta sæluþrungna svið náttúrunnar og geti svo munað glöggt og greinilega það, sem hann hefur séð þar og athugað. Þaðan hefur og enginn auðsveipur „andi“ komið til þess að spjalla við menn um daginn og veginn fyrir munn þeirra manna, sem hafa gert miðilsstarf sér að atvinnu. Þangað hefur og enginn venjulegur dulsæismaður komið á meðan hann hefur verið tengdur jarðneskum líkama. Þó hef- ur það stundum borið við, að verulega góðir menn og göfugir, hafa hafið sig til hugheima, er líkamir þeirra morgunn 73

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.