Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 78

Morgunn - 01.12.1996, Page 78
Hugheimar mismunandi svæði. Og kristaltæra vatnið með hinar sjö náttúrur og eiginleika, gæti táknað hinar sundur- leitu sálir mannanna, er hafa sameiginlegt eðli, er tryggir þeim öllum sælu í hugheimum, þá sælu, sem þær eru færar um að njóta. Og blóm þessa svæðis á sér vissulega „rætur í skugga hverrar jarðar,“ því að menn koma hvaðanæva að, inn á þetta svæði, og hverri jörð eða jarðneskum heimi fylgir himneskt til- verustig. Og blómið sem opnar bikara sína á móti hverjum þeim manni, er kemur þangað, er hin óum- ræðilega sæla, því að hann hefur þá gengið „brúna gullnu," sem liggur yfir „elfu“ þá, er fellur milli svæð- is þessa og geðheima. Þá er og barátta hans milli hins æðra og lægra eðlis gengin um garð og þess vegna verður hann ekki framar fyrir „sorg né mæðu,“ uns hann fæðist ennþá einu sinni, fer ennþá einu sinni að heiman, og hverfur ofan frá hinu himneska tilveru- stigi. Sæla himnaríkis Ef við viljum gera okkur verulega hugmynd um líf- ið á hinu himneska tilverustigi, þá verðum við að minnast þess jafnan, að það er fyrst og fremst sælu- þrungið ástand meðvitundarlífsins. Sæla manna í hugheimum á ekki aðeins rót sína að rekja til þess að þar getur ekki þrifist sorg né illska, hún er og ekki heldur aðeins sprottin af því að öllum verum, sem hafast við í hugheimum, hlýtur að líða vel, sökum þess að þær eiga þar við ekkert mótdrægt að stríða, heldur af því, að þær verða þar aðnjótandi þeirrar sælu, sem þær eru færar um að njóta, eða með öðr- 76 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.