Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 83

Morgunn - 01.12.1996, Page 83
Hugheimar haft miklu meiri og verulegri kynni af honum þar, en unnt er að gera sér í hugarlund á jarðríki. Þar geta engar fjarlægðir skilið menn hverja frá öðrum og þar sjá menn alltaf hvað hvers annars tilfinningum líður, og þurfa þeir því ekki að láta þær í ljós með hálfvið- eigandi orðum, eins og við gerum hér, þegar best læt- ur. í hugheimum þurfa menn ekki heldur að skiftast á spurningum og svörum, af því að þar sjá menn hvers annars hugsanir og það skiftir engum togum frá því að einhverjum dettur einhver hugmynd í hug og þangað til aðrir sjá hana koma í ljós. Þar geta menn og aflað sér hvers konar þekkingar, nema á því, sem lýtur að ennþá hærri tilverustigum. Fortíð veraldarinnar liggur þar alveg eins opin fyrir og nútíðin. Þar getur sem sé að líta hinar óafmáan- legu myndir af öllu, sem hefur gerst og köllum við þær annála náttúrunnar. Menn geta því athugað þar sögu mannkynsins frá því í öndverðu og látið hana líða fram fyrir sig alveg eins og þeim þóknast, og þurfa því ekki að sækja allt sitt vit í sagnaritara, er hafa, ef til vill, farið eftir miður áreiðanlegum heim- ildum eða reynst að meiru eða minna leyti hlutdræg- ir. Þar má og athuga hvern einstakan atburð, er menn vilja fræðast sérstaklega um og geta þeir þá gengið al- veg úr skugga um hvernig hann hefur gerst og séð „sannleikann, allan sannleikan og ekkert annað en sannleikann." Og ef þeir eru færir um að starfa á hinum hærri svæðum hugheima, geta þeir látið allar jarðvistir sín- ar líða fram fyrir sig. Það má heita að þær liggi þar frammi fyrir þeim eins og útbreitt bókfell. Þeir sjá þá, hvers vegna þeir eru það, sem þeir eru. Og þeir sjá morgunn 81

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.