Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 61

Morgunblaðið - 21.12.2008, Síða 61
Auðlesið efni 61 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Sá siður að borða skötu á Þorláks-messu er ættaður af Vestur-landi en hefur á síðari árum breiðst út um allt land. Magnús Ingi Magnús-son, veitinga-maður á Sjávar-- barnum við Granda-garð, ætlar að bjóða upp á skötu fram að jólum, sem hann hefur verkað sjálfur. Skatan hefur verið látin marinerast frá því í septem-ber og ætti því að vera vel kæst. Magnúsi finnst best að nota hvít-kötu og hafa hana stóra og mikla. Hann býður líka upp á tinda-bikkju fyrir þá sem vilja. Svo verður hann auð-vitað að vera með eitt-hvað mildara fyrir þá sem ekki borða skötu. Salt-fiskurinn er vin-sæll og sama er að segja um plokk-fiskinn og köldu sjávar-réttina. Einnig verður hann með djúp-steikt fisk-roð og annað spenn-andi, þannig að allir ættu að finna eitt-hvað við sitt hæfi. Skatan orðin vel kæst Morgunblaðið/Golli Ný-lega voru kynntar niður-stöður úr könnun á við-horfum félags-manna í aðildar-- samtök-um í Sam-tökum atvinnu-lífsins til þess hvort sam-tökin ættu að beita sér fyrir aðild Íslands að ESB og upp-töku evru. Í vikunni var til-kynnt að sam-tökin myndu ekki gera það. „SA verða áfram virkur þátt-takandi í Evrópu-- umræð-unni og munu gæta hags-muna allra félags-manna á grund-velli þess að skoðanir eru skiptar um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki,“ segir í til-kynningu. Á stjórnar-fundi síðasta þriðjudag var haldið áfram að hvetja til vaxta-lækkunar, meðal annars vegna lækkandi vaxta í öðrum löndum. Þór segir fundinn hafa verið góðan, þrátt fyrir ágreining aðildar-sam-taka í mál-efnum ESB. Hann hafi rætt við for-stöðu-menn margra fyrir-tækja undan-farið. Flestir vilji að um-ræðan um kosti og galla aðildar haldi áfram. ESB-aðild og upptaka evru Þór Sigfússon Ólafur Stefáns-son skrifar á næstunni undir tveggja ára samning við þýska 1. deildar liðið Rhein Neckar Löwen. Ekkert verður af því að hann gangi til liðs við danska 2. deildar liðið AG Hånd-bold. Jesper Nielsen, stjórnar-for-maður smá-salans Kasi-Group, hefur hætt við að gera AG að stórveldi í hand- knatt-leiks-heiminum. Hann ætlar að flytja til Þýska-lands, setjast í stjórn RNL og leggja tals-verða peninga með sér. Ólafur fylgir með í þeim við-skiptum. „Mér líst að sjálf-sögðu ljómandi vel á þá hug-mynd að fá Ólaf til okkar. Eigin-lega er þetta of gott til þess að vera satt. Óli er eins og allir vita frá-bær leik-maður sem myndi styrkja okkar lið mikið,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson hand-knatt-leiks-maður þegar hann var inntur eftir við- brögðum við þeim fregnum að Ólafur Stefáns-son gangi til liðs við þýska liðið fyrir tíma- bilið 2009-2010. Ólafur til Þýskalands Ólafur Stefánsson Ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannes-syni, Kristínu Jóhannes-dóttur systur hans, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og fjár-festingar-- félaginu Gaumi fyrir meiri háttar brot gegn skatta-- lögum á árunum 1998 til 2002 var birt síðasta fimmtu-dag. Jón Ásgeir og Kristín eru ásamt foreldrum sínum eigendur Gaums sem er aðal-eigandi Baugs. Ákæran er í fimm köflum sem sumir hverjir skiptast niður í nokkra liði. Mun fleiri höfðu haft stöðu sak-bornings við rann-sókn málsins. Meðal þeirra eru Stefán Hilmars-- son, Jóhannes Jóns-son, Ingi-björg Pálma-dóttir og Óskar Magnús-son. Málið verður þing-fest 20. janúar. Ný ákæra í Baugsmáli Ragnar Ísleifur Bragason var einn þeirra sem hlutu Ný-ræktar-styrk Bók-mennta-- sjóðs síðast-liðinn fimmtu-- dag. Styrknum er ætlað að styðja við út-gáfu á nýjum íslenskum skáld-verkum sem hafa tak-markaða eða litla tekju-von, en hafa ótvírætt menningar-legt gildi. Ragnar fékk styrkinn til að gefa út ljóða-bók. Út-komnar bækur sem hlutu styrk eru: Með villi-dýrum, Refur og Hálm-strá. Hlaut Ný-ræktar-styrk Bók-mennta-sjóðs Morgunblaðið/Ómar Ragnar Ísleifur Bragason segist ætla að gefa út ljóðabók á afmæli sínu 21. febrúar. Reynir Trausta-son, rit-stjóri DV, hyggst sitja áfram í rit-stjóra-stóli. Í yfir-lýsingu sem Reynir sendi frá sér síðast-liðinn mið-viku-dag, segir hann að upp-taka af einka-sam-tali sínu og Jóns Bjarka Magnús-sonar sem birt var í Kast-ljósi hafi verið gerð án sinnar vitundar. For-sagan er sú að Jón Bjarki Magnús-son, fyrr-verandi blaða-maður á DV, birti yfir-lýsingu um að birting fréttar sem hann skrifaði um Sigur-jón Þ. Árna-son, fyrrum banka-stjóra Lands-bankans, hefði verið stöðvuð af rit-stjóranum Reyni Traustasyni hinn 6. nóv-ember. Í greininni kom fram að Sigurjón væri að koma á fót ráð-gjafar-- fyrir-tæki í húsnæði Lands-- bankans og vonaðist eftir verkefnum frá bankanum. Sagði Jón Bjarki þar að Reynir hefði gefið þá skýringu að „stórir aðilar úti í bæ“ hefðu stöðvað birtingu fréttarinnar og haft í hótunum við blaðið. Reynir segir að tveggja manna trúnaðar-samtal sé ekki góð heimild. Í slíku sam-tali tali menn gjarnan opin-skátt og segi jafn-vel meira en þeir meina eða vilja sagt hafa. Starfs-menn DV funduðu um málið á þriðjudag, með og án rit-stjóranna. Valur Grettis-son blaða-- maður sagði upp störfum á DV. Hann segir að upp sé komið um-hverfi sem hann hvorki geti né vilji starfa í. Reynir áfram ritstjóri DV Reynir Traustason Jón Bjarki Magnússon Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.